Gulli byggir og Feng Shui

Mánudagskvöldið 11. júlí 2011 kl. 19:40 var Jóna Björg Sætran gestur í sjónvarpsþættinum "Gulli byggir", þætti Gunnlaugs Helgasonar fjölmiðla- og athafnamanns á RÚV, þar sem hann er að vinna að endurbótum á kjallara í 65 ára gömlu húsi á Seltjarnarnesinu. Sjáðu þáttinn á vef RUV

kjallarinn4 kjallarinn3

Gulli hafði samband við Jónu Björgu og bað hana að .... skoða húsnæðið með sér út frá fræðum Feng Shui. 
Jóna Björg tók Dowsing pinnana sína með. Þetta varð hið skemmtilegasta heimsókn og miklar vangaveltur hjá þeim sem voru á staðnum þegar þeir sáu dowsingpinnana hringsnúast í loftinu.

kjallarinn2 kjallarinn1

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður