Úr Beta í Alpha

Margir tala um að þeir finni mikinn mun á orku og líðan eftir að unnið hefur verið með Feng Shui á heimilinu eða í fyrirtækinu. Getur ein af skýringunum verið að nýju aðstæðurnar ýti undir breytta tíðni heilabylgja?
.....................

Árið 2004 kynntist ég (Jóna Björg Sætran) þeim Pete Bisonette og Paul Sheele hjá Learning Strategies Corporation í USA. Það var einmitt í gegnum samskipti mín við þetta fyrirtæki að ég ári síðar kynntist Feng Shui meistaranum Marie Diamond og hóf námsferil minn hjá henni í Feng Shui, sótti til hennar fræðslu, leiðsögn og þjálfun í Bandaríkjunum, Belgíu og á Englandi og fór svo síðar að vinna sjálf með Feng Shui hér á landi. Í upphafi voru það vinir og kunningjar sem vissu að ég var að nýta mér fræðin fyrir mig og fjölskyldu mína, þeir vildu líka fá að njóta fræðanna. Á þessum árum hef ég kennt mörgum að nýta sér Feng Shui fræðin, bæði einstaklingum inni á heimilum og ....

Lesa meira...

Áhrif veggskreytinga

Feng Shui áhrif á hið innra sem ytra – því allt hefur áhrif!

Eftir að myndbandið The Secret var gert og sýnt um allan heim, voru margir sem tóku að skoða betur myndefnið á veggjunum hjá sér á heimilum sínum. Ástæðan var sú að Marie Diamond (Feng Shui meistarinn minn), sem er eini aðilinn frá Evrópu sem kemur fram í The Secret, talaði þar nefnilega opinskátt um hve myndefni getur haft gífurlega mikil áhrif á undirmeðvitund þína. Þetta getur haft áhrif á það sem þú gerir – og hefur ekki síður áhrif á það sem þú lætur ógert. Mynd getur laðað fram gleði og innri ánægju en getur á sambærilegan hátt aukið einmanakennd, vansæld og hryggð. Það er ekki einungis myndefnið sjálft sem hefur áhrif heldur ekki síður litirnir. Feng Shui fræðin vinna meðal annars með frumefnin fimm; eld – jörð – málm – vatn og við. Þá er unnið með eiginleika frumefnanna, form þeirra og hvaða litir tengjast þeim helst.

Lýsingin sem fellur á myndefnið getur líka skipt mál og myndefni getur hentað misvel á veggi eftir staðsetningu. Tökum dæmi um málverk sem eiginkonan ....

Lesa meira...

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður