Feng Shui í fyrirtækinu

Lýsing:

Þegar forráðamenn fyrirtækja vilja nýta sér Feng Shui fræðin til að efla jákvætt orkuflæði, efla mannauðinn, vinna markvissara að settum markmiðum og ná meiri velgengni, þá er mikilvægt að sem flestir innan fyrirtækisins séu meðvitaðir um hvað sé í gangi.  
Til að virkja orkuflæðið sem best er nauðsynlegt að vinna bæði út frá rýmis Feng Shui og tíma Feng Shui. Í því fyrra er áherslan á að vinna með áttirnar, hvernig sé æskilegt að raða innanstokksmunum upp til að orkuflæðið sé frjálst að fara þangað sem ráðamenn helst óska. Hér hefur umgengni starfsmanna líka áhrif. Tíma Feng Shui eru fræðin um ákveðin áhrif sem geta verið áberandi á ákveðnum stöðum innan t.d. fyrirtækisins. Tíma Feng Shui áhrifin sem eru breytileg eftir tímabilum eru oft nefnd stjörnur, s.s. auðlegðarstjarna, samskiptastjarna, veikindastjarna og fleira. 

Í mörgum tilvikum getur það hentað fyrirtækjum vel að bjóða starfsfólki sínu á námskeið eða fyrirlestur um Feng Shui fræðin þar sem farið í gegnum helstu grunnatriði Feng Shui svo og þau sem eru sérstök fyrir viðkomandi fyrirtæki. 

Til að fá nánari upplýsingar og til að panta Feng Shui fyrirlestur eða námskeið inn í fyrirtæki er best að hafa samband Jónu Björg Sætran á fengshui@fengshui.is