Feng Shui I.

Lýsing:

fengshui1.2018 
Feng Shui I leggur áherslu á Space Feng Shui / Rýmis Feng Shui
Efni námskeiðsins:
Aðkoman að heimili þínu.
Orkuflæðið heima hjá þér.
Tiltekt.
Forstofan - gangurinn - eldhúsið - stofan - svefnherbergið (alm. atriði).
KUA númerið þitt og þeirra sem búa með þér.
"Bestu áttir" heimilisfólksins.
Notkun áttavita til að mæla áttirnar heima.
Áhrif veggskreytinga.
Frumefnin, form þeirra, litir og efni og innbyrðis áhrif.
"Fljúgandi stjörnur" (breytileg áhrif orkuflæðis eftir tímabilum)
- staðsetning ársstjarna 2018 og möguleg áhrif þeirra
- staðsetning mánaðarstjarna þess mánaðar sem námskeiðið er
- hvernig má styrkja / draga úr áhrifum "fljúgandi stjarna".
Helstu áhrifalitir.
Hamingjulitir og styrkjandi litir.
Kynning á dowsing.
Orkuhreinsun herbergja.
Þú vinnur með grunnteikningu af heimili þínu. Sendist viku fyrir námskeiðið á fengshui@fengshui.is
Allt að 8 ljósmyndir frá heimili þínu (ef þú vilt). Sendist viku fyrir námskeiðið á fengshui@fengshui.is

Námskeið í Reykjavík kl. 10 - 16 ásamt 1 klst eftirfylgni á netinu viku síðar. (Lágmarksfjöldi 6 þátttakendur)
Netnámskeið, 60 mín tvisvar í viku í þrjár vikur ásamt 1 klst eftirfylgni á netinu viku eftir að námskeiðinu lýkur. Lágmarksfjöldi 6 þátttakendur. Það er gert ráð fyrir netnámskeiði í maí 2018, skráning er hafin á fengshui@fengshui.is 
Verð pr. þátttakanda kr. 44.800.

Skráning er með netpósti á fengshui@fengshui.is
Staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist í kjölfar skráningar
(óafturkræft nema námskeiðið falli niður vegna t.d. ónægrar þátttöku.)


Undirbúningur heima fyrir námskeiðið:  
Grunnteikningin Almennt er hægt að fá grunnteikningu íbúðar senda rafrænt frá skrifstofu bæjarverkfræðings. Ef þú hefur ekki tök á að útvega þér grunnteikningu þá skaltu rissa upp grunnteikningu af íbúðinni – gott er að hafa teikninguna ekki mikið minni en sem samsvarar A4 stærð af blaði. Hafðu teikninguna í eins réttum hlutföllum og unnt er (þarf samt ekki að vera nákvæmt sentimetramál). Taktu síðan afrit af grunnteikningunni og komdu með afritið með þér á námskeiðið. Það er ágætt að merkja líka inná teikninguna það sem er í allra næsta nágrenni. Ef um einbýlis eða parhús er að ræða ætti garðsvæðið umhverfis húsið einnig að vera með á teikningunni. Merktu áttavitaáttirnar inn á teikninguna. Í hvaða átt er norður? 

Þú þarft að nota reglustiku og nokkra tréliti til að afmarka ákveðin svæði á grunnteikningunni (rauðan, gulan, gráan, bláan, beige, brúnan, grænan og bleikan trélit). 

Sendu nöfn og fæðingardaga (dag og ár) þeirra sem búa með þér á fengshui@fengshui.is  viku áður en námskeiðið hefst.

Áttaviti er mikilvægur þegar á að finna áttina á orkuflæðinu. Ef þú ætlar að kaupa áttavita áður en þú kemur á námskeiðið skaltu biðja okkur um að senda þér upplýsingar um hvers konar áttaviti sé æskilegur – áður en þú kaupir áttavita. Sendu fyrirspurn á fengshui@fengshui.is

Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Jóna Björg Sætran, M.Ed., menntunarfræðingur og kennari,  (Nam Feng Shui hjá Marie Diamond Feng Shui meistara).