Feng Shui II.

Lýsing:

Feng Shui II -  fyrir þá sem hafa lokið Feng Shui I  

Undirbúningur* heima fyrir Feng Shui II 
*Hafðu breytingabókina frá Feng Shui I meðferðis.
Hvernig nýttist þér efnið sem var unnið með á Feng Shui I?
Hverju var breytt? Hvernig líkaði heimilisfólkinu við breytingarnar?

*Nákvæm áttavitaátt á orkuflæðinu inn í húsið / íbúðina. Þetta þarftu að mæla með áttavita. Þú stendur beint fyrir utan húsið - horfir frá því og mælir eins og kennt var á Feng Sui I.
Ef dyrnar á íbúðinni vísa í aðra átt en aðaldyrnar á húsinu þá mælir þú líka áttina sem orkuflæðið kemur úr inn í sjálfa íbúðina. Skrifaðu þessar mælingar niður.

*Athugaðu bílaumferðina næst aðaldyrum hússins. Aka þeir frá hægri til vinstri - eða frá vinstri til hægri (næst húsinu)? Skrifaðu það niður.

*Rigningarvatnið, hvort rennur það frá hægri til vinstri - eða frá vinstri til hægri (næst húsinu).

*Ef þú hefur verið að velta einhverju fyrir þér varðandi notkun Feng Shui heima hjá þér - skrifaðu þá niður spurningar um það.

*ATH. Þegar þú hefur lokið undirbúningnum heima fyrir námskeiðið getur þú sent okkur upplýsingar varðandi það á fengshui@fengshui.is 

................................

Á Feng Shui II er m.a. unnið með:

Frumefninform þeirra og liti

Talnagildi hinna mismunandi svæða í íbúðinni. 

Áhrifaliti

Myndefni sem henta best á mismunandi svæði íbúðarinnar.

Orkuhreinsun einstakra rýma 

Vatnadrekann

Auðlegðarsvæðið

Dowsing


Kennslutími 
Verð kr. 42.800
Kennslustaður: Reykjavík.

Skráning og upplýsingar,  fengshui@fengshui.is