Dowsing - orkulínuvinnsla

Dowsing er vinnuaðferð sem hefur verið nýtt í aldaraðir í ýmsum tilgangi. Verkfærin sem eru notuð eru í senn einföld og vandmeðfarin. Hér á myndinn má sjá Dowsing pinnana sem ég nota en þeir eru gerðir að egypskri fyrirmynd eftir pinnum sem voru notaðir þar í landi fyrir aldaraðir m.a. til að finna vatn í eyðimörkinni. Það var árið 2006 sem Marie Diamond Feng Shui meistari kenndi mér fyrst að nota Dowsing pinnana. Síðan hef ég notað þá á  all mismunandi stöðum; á heimilum, í fyrirtækjum, í barnaherbergjum, í hjónaherbergjum, á veitingastöðum, á skemmtistöðum, í fjárhúsi og í hesthúsi, einnig í görðum og úti á víðavangi. 

dowsing

Hvað varðar íbúðarhúsnæði í smíðum þá er ég stundum beðin um að "dowsa" íbúðarhúsnæði sem er rétt orðið fokhelt.

Ef rýnt er vel í myndina sést etv. að það er hólkur utan um "handfangið" á dowsingpinnanum. Hólkurinn er vel rúmur og sjálfur dowsingpinninn getur snúist frjálslega og óþvingað inni í hólknum. Sjálf snerti ég því aldrei pinnann, ég stýri honum ekki. 

Sá sem dowsar verður að vera mjög heiðarlegur gagnvart þessu verki og má ekki undir neinum kringumstæðum hafa myndað sér fyrirfram skoðun á því hverst konar orkuflæði muni koma fram í dowsing vinnunni. 

Dowsing er hægt að nota í margvíslegum tilgangi. Þegar ég vinn Feng Shui grunnvinnu á heimilum eða í fyrirtækjum finnst mér mikið öryggi í því að vinna þá samhliða ákveðna grunnvinnu í dowsing sem felst þá í því að ég leita eftir að finna svokallaðar neikvæðar orkulínur. Línurnar sem leitað er eftir í grunnvinnu eru línur sem liggja í gegnum húsnæði og geta valdið þeim sem þar dvelja mikilli þreytu og ýmsum öðrum óþægindum. Línur þessar geta stafað af vatnstreymi undir húsinu, jafnvel á talsverðu dýpi. Einnig geta jarðlög undir húsgrunni haft þessi áhrif, t.d. þegar um er að ræða jarðefni sem liggja saman en passa ekki saman. Jarðskorpuhreyfingar koma hér einnig til greina.

 

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður