Ráðgjöf í fyrirtækjum

Margs konar fyrirtæki hafa fengið Jónu Björgu til að kenna sér að nýta Feng Shui fræðin og Dowsing til að bæta orkuflæðið og vinna að aukinni vellíðan og velgengni. Hér má nefna bæði veitingastaði og skrifstofur, fasteignasölur, skemmtistaði og verslanir. 
Eins og fram kemur hér á vefnum í umfjöllun um Feng Shui í fyrirtækjum/skrifstofum   og  Feng Shui í fyrirtækinu  þá er að ýmsu að gæta t.d. varðandi  staðsetningu og fyrirkomulag skrifstofa. 
Oft er hægt að gera meirháttar breytingar á mjög stuttum tíma og með litlum tilkostnaði. Hér má nefna skrifstofu sem tekin var í gegn á föstudegi en á meðan að á breytingunum stóð litu við tveir meðeigendur og samstarfsmenn þess sem átti skrifstofuna. Þeir fundu strax svo mikinn létti og jákvæða breytingu að ákveðið var að Feng Shui vinna þeirra skrifstofur strax í kjölfarið.  

Hafðu samband við Jónu Björgu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fáðu nánari upplýsingar og verðhugmynd. 

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður