Fjarráðgjöf

Við bjóðum einnig upp á Feng Shui fjarráðgjöf / fjarkennslu varðandi heimili og fyrirtæki þegar aðstæður eru þannig að ekki er hægt að koma við hefðbundinni ráðgjöf / kennslu.
Í slíkum tikvikum fáum við sendar myndir af húsnæðinu ásamt grunnteikningu og ýmsum upplýsingum sem ég óska eftir - eftir því sem við á.  Sjá dæmi um þjónustupakka   nr. 1    nr.2    nr. 3     og nr. 4.

networkingonline4

Þegar fjarvinnslunni á gögnum er lokið þá eru gögnin send til baka sem Word skjöl þar sem margvíslegar skýringar eru varðandi myndirnar sem voru sendar.

Síðan er netfundur á samskiptasvæði á netinu þar sem gögnin eru á skjánum og báðir aðilar fara yfir þau í sameiningu.  Þá er best að húsráðendur séu búnir að fara vel yfir gögnin og jafnvel búnir að senda okkur spurningar varðandi það sem  þeir vilja nánari skýringar á. 

 

Það er einfalt mál að virkan taka þátt í netfundi á samskiptasvæði á netinu.  Þegar fundartími hefur verið ákveðinn pöntum við netfundartíma, fáum ákveðna slóð sem leiðir inn á hann og sendum slóðina í netpósti til þeirra sem ætla að vera með okkur á netfundinum. Þegar farið er yfir ráðgjöf / kennslu þá eru það aðeins þeir sem hafa keypt viðkomandi ráðgjöf / kennslu sem eru með okkur á netfundinum. 

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður