Feng Shui heima

Bubbling Lit Crystal Desktop Fountain M
                     
Hvernig flæðir orkan heima hjá þér?

 

 


Þú getur haft talsverð áhrif á dreifingu orkunnar á ákveðin svæði heima hjá þér. Finnst þér sem orkan þar sé eins og best má vera? Ótal margt getur haft áhrif á Yin og Yang orkuflæðið. Allt í nánasta umhverfi þínu getur þannig búið til sveiflur / öldur / bylgjur sem hafa áhrif á orkuflæðið í kringum þig. Hlutir sem liggja í hrúgum á gólfi / borði / hillum / í hornum ..... hindra orkuna í að flæða áfram eða hægja að minnsta kosti á því. Orkan verðu þyngri. 
Rennandi vatn, gosbrunnar í formi lítilla sírennsla, myndir af rennandi vatn ..... geta haft örvandi áhrif á orkuflæðið. Samkvæmt fræðunum skiptir máli hvar sírennsli eru staðsett á hverju tímabili (sjá nánar um tímabil).

Það er hægt að nýta kristalla, liti, spegla, veggskreytingar, sírennsli, myndagler, skrautmuni og fleira til að drífa orkuflæðið áfram og inn á þau svæði sem við viljum auka orkuna í. Á sambærilegan hátt má meðvitað draga  úr hraða orkuflæðisins með húsgögnum, plöntum, ljósum, lýsingu og litum. Frjálst orkuflæði inn á rýmið er alltaf mikilvægt en of mikill hraði þess í gegnum rýmið er ekki æskilegur. Einnig má vinna með frumefnin, form þeirra og liti, til að jafna orkuna, auka orkuflæðið eða draga úr því. 

********************************************************************
 

Feng Shui ráðgjöf og kennsla fyrir heimilið  (sett hér inn þér til fróðleiks en er ekki innifalið í örnámskeiðinu).
Varðandi Feng Shui fyrir heimilið þá hentar best að byrja með ákveðinn grunnpakka en þar vinn ég ákveðna grunnvinnu fyrir fasta upphæð. Síðan er það húsráðenda að ákveða hvort þeir óska eftir framhaldsvinnu. 

Grunnpakinn miðast við litla til meðalstóra íbúð, vinna á staðnum í upphafi er ca. 1 – 1½ klst. þar sem ég fer um húsnæðið ásamt húsráðendum.
Ég tek myndir af því sem fyrir ber – og við ræðum strax á staðnum um þau atriði sem ég sé strax að geti farið betur með það í huga að nýta orkuflæðið sem best skv Feng Shui fræðunum. Ég athuga hvaða áttavitaáttir henta þér og þeim öðrum sem búa í íbúðinni. Hver og einn á sér 4 sérlega hagstæðar áttavitaáttir. Til að nýta nætursvefninn sem best er hentugast að snúa rúmstæði þannig að hvirfill þinn snúi í eina af þeim áttum sem eru þér hagstæðar. Þessa vitneskju er líka hægt að nota í ýmsum öðrum aðstæðum.

Myndirnar sem ég tek set ég síðan í Word skjöl og skrifa við ábendingar. Sumar þeirra verða þær sömu og ég hef sagt þér þarna fyrr á staðnum en svo er líka oft sem ýmislegt kemur í ljós aðeins síðar og þá set ég það inn á gögnin. Gögnin færð þú svo í hendur í lokin og við förum saman yfir þau.

Dowsing er hagstæðast að vinna strax í kjölfarið, í sömu heimsókn. Þá nota ég Dowsing pinnana til að kanna staðsetningu á miður hagstæðum línum sem liggja víða í gegnum húsnæði og geta valdið íbúum ýmsum truflunum eins og mikilli þreytu. Til að draga úr neikvæðum áhrifum línanna legg ég pinna (geta legið á bak við gólflista eða við þá). Þar sem það er mjög mismunandi hve marga pinna ég þarf að nota, stundum 3 - í einstaka tilvikum upp í 12. 

Ég læt þetta duga núna en þér er velkomið að senda mér fleiri spurningar. Sendu mér þær á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Kemst orkuflæðið greiða leið áfram heima hjá þér?
Er kominn tími á tiltekt?
box.8Stundum vilja óþarfa hlutir safnast saman, hrúgur af skóm í forstofunni, jafnvel tómar umbúðir, staflar af dagblöðum á leið í endurvinnslu, gamlir ónýtir hlutir, biluð tæki, jafnvel algjört drasl. Þegar svona hlutir eru lagðir til hliðar í fljótheitum í erli dagsins getur verið að þeir lendi á óheppilegum stöðum þar sem þeir hefta straum orkuflæðisins.
Ýmis önnur atriði á heimilinu geta orðið til að draga úr frjálsu orkuflæði, húsgögn, einstaka hlutir, spegilfletir, veggskreytingar og fleira.  

Kynntu þér fræðin um Rýmis Feng Shui (Space Feng Shui) og Tíma Feng Shui (Time Feng ShuiFljúgandi stjörnur; 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur). 

- Finndu KUA númerið þitt, það sýnir þér hvaða fjórar áttavitaáttir eru þér hagstæðar. 
- Skoðaðu grunnteikningu af íbúðinni þinni eða teiknaðu hana upp og skoðaðu hvernig rúm og stólar snúa við "bestu áttunum".
- Hvernig kemur orkuflæðið inn í íbúðina þína? Er leiðin greið?
- Viltu meiri og jafnari orku í kringum þig og þína?
- Hvernig getur þú stýrt orkuflæðinu þá leið sem þú vilt inn í íbúðina og um íbúðina? 
- Hvers konar hlutir og aðstæður geta haft hamlandi áhrif á ferð orkuflæðisins? 
- Viltu meiri orku í svefnherbergið?

 

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður