Umsagnir viðskiptavina

Svefnherbergið í forgang.

"Ég varð undrandi á því hve heimilið tók miklum jákvæðum breytingum á stuttum tíma. Við fengum Jónu til að fara með okkur í gegnum alla íbúðina og það var ýmislegt sem betur mátti fara, atriði sem við vorum alveg hætt að taka eftir sjálf. Það var flott að fá öll gögnin frá henni í lokin á pappír, myndirnar ásamt leiðbeiningunum. Svefnherbergið var svo sett í forgang og þar var heldur betur hreinsað til, myndir af börnunum settar fram og nýir litir valdir á rúmteppi og púða. Þvílíkur munur! Já, það var margt sem kom okkur á óvart og var hægt að breyta með litilli fyrirhöfn."