Umsagnir viðskiptavina

Hann tók mottuna!

"Í upphafi hafði maðurinn minn enga trú á því að Feng Shui gæti haft jákvæð áhrif á líðan okkar en eftir að við höfðum farið með Jónu Björgu í gegnum húsið og kíkt líka út í garðinn þá var það hann sem dreif strax í að breyta hlutunum. Dæmi: holótta mottan við dyrnar, rifna áklæðið á skrifborðsstólnum hans, húsnúmerið okkar var við bakinnganginn en ekki við aðalinnganginn, rúmið okkar sneri í ranga átt og .... hann dreif svo í að kaupa skóskáp fyrir alla skóna í forstofunni. Núna ætlar hann að fá Jónu til að koma í fyrirtækið."