Umsagnir viðskiptavina

Tókum veitingastaðinn í gegn.

Anna: Fyrir nokkru ákváðum við að taka veitingastaðinn okkar í gegn og þá kom upp sú hugmynd að fá Jónu til að koma og fara með okkur í gegnum staðinn með Feng Shui og Dowsing. Það er mikil bílaumferð við veitingastaðinn og það var ýmislegt gert til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Við komum svo dowsingpinnunum fyrir á bak við gólflistana þannig að það tekur enginn eftir þeim. Við breyttum talsvert miklu í uppröðun og skipulögðum anddyrið upp á nýtt. Við erum mjög ánægð með þessar breytingar.