Umsagnir viðskiptavina

Skemmtileg og árangursríkt.

Sæl Jóna Björg,

Kærar þakkir fyrir heimsóknina, ráðgjöfina og skýrsluna og ég get bara ekki sagt annað en að þitt innlegg gerði þetta verkefni svo skemmtilegt og árangursríkt að það kom mér á óvart. Fyrst stóð ég með skýrsluna í höndunum og klóraði mér í höfðinu, vissi ekki hvar ég ætti að byrja, en svo kom þetta eitt af öðru án þess að ég þyrfti að hafa meiri áhyggju af því. Ég er alls ekki búin með allt sem ég ætla að gera, en alveg rosalega ánægð með það sem er komið.

Svona til að leyfa þér að njóta með mér, þá byrjaði ég á skápnum á ganginum og þegar strákurinn minn kom heim og sá 2 svarta ruslapoka á gólfinu, tók hann svartan poka og fór að sortera fötin sín án þess að ég hefði orð á því en mér til mikillar gleði. Síðan var ég búin með fataskápinn hjá honum og í miðherberginu þegar ég sá auglýsingu um útsölu í húsgagnabúð og fór þangað síðasta daginn í sumarfríinu og fékk þennan líka fína svefnsófa (var búin að fara í eina búð áður). En nú er ég að byrja í mínu svefnherbergi og langaði til þess að biðja þig um að senda mér mynd af kínverska hamingjutákninu. Ég fann líka Feng Shui bók sem ég á og í henni eru 2 samskonar myndir í svefnherbergi til að auka ... og mig langaði að spyrja þig hvort það væri betra að hafa 2 myndir af kínverska hamingjutákninu eða eina af tvöföldu hamingjutákni? Svo varstu að tala um ákveðna tegund af blómum sem ég gæti haft í svefnherberginu en ég man ekki hvað þú sagðir að það héti, getur þú sent mér nafnið af því og hvernig er best að útfæra það.

Þú nefndir að hamingjufrumefnið mitt væri viður og talan 3 fylgdi því en hver er talan sem fylgir eldinum (fyrir yngri strákinn)?

Svo er ég ekki alveg að skilja þetta með Kua nr. - hvernig nýtist það?

Bestu þakkir,

Inga