Umsagnir viðskiptavina

Ropeyoga Setrið

Garðabær 29. janúar 2017

Jóna Björg Sætran er traustur leiðsögumaður í Feng Shui fræðunum. Við höfum nýtt okkur þjónustu hennar bæði á heimili okkar og í Ropeyoga Setrinu. Jóna hefur mjög næmt auga og er fljót að sjá lausnir til þess að auka flæði, orku og vellíðan.

Feng Shui ráðgjöf Jónu er mjög fræðandi og opnar nýja vídd á það hvernig maður hugsar um og setur upp heimili sitt og vinnustað. Jóna vinnur þetta mjög skipulega og skilar af sér hagnýtum leiðbeiningum sem þú getur nýtt þér til að viðhalda þeirri þekkingu sem hún hefur miðlað. 
Með vinsemd og virðingu,
Guðlaug Pétursdóttir og Guðni Gunnarsson