Um okkur

FengShui.is er rekið af Námstækni ehf. sem Jóna Björg Sætran M.Ed. stofnaði 2004 eftir að hún lauk meistaraprófi í menntunarfræðum. Markmið og sýn fyrirtækisins er að bjóða upp á ýmis konar námskeið, kennslu og þjónustu sem getur hjálpað fólki við að auka vellíðan sína, hamingju og auðlegð á hverju því sviði sem hver og einn vill. Fljótlega fór Jóna Björg að kenna sérstaka tegund námstækni,  PhotoReading, í samvinnu við bandarískt kennslu- og ráðgjafafyrirtæki, Learning Strategies Corporation.

jbmd
Það var í gegnum samvinnu við þetta fyrirtæki sem Jóna kynntist Feng Shui meistaranum Marie Diamond snemma árs 2005. Mál þróuðust á þann veg að hún sótti kennslu og þjálfun til hennar í Feng Shui fræðum, bæði í Bandaríkjunum og í Belgíu. Jóna Björg hefur síðan sótt símenntun til Marie Diamond og var m.a. til aðstoðar á fjöldanámskeiði sem Marie Diamond hélt í London 2010. 

Haustið 2006 fóru að berast óskir um að Jóna Björg sinnti kennslu í þessum fræðum og síðan hef hún unnið Feng Shui og Dowsing hjá tugum heimila fyrirtækja hér á landi og kennt fólki þannig að nýta sér fræðin til að bæta orkuflæðið í kringum sig og nýta sér Feng Shui fræðin til að vinna að aukinni vellíðan og velgengni.