33% + 33% + 33% „heavenly luck, human luck, earthly luck“
Samkvæmt fræðum Feng Shui eru þrjú grundvallaratriði sem skipta afgerandi máli fyrir velgengni okkar og lífshamingju, „heavenly luck, human luck, earthly luck“. Hver þessara þriggja þátta vegur um 33% af heildinni. Þú getur því haft áhrif á gæðin!

„Heavenly luck“ táknar aðstöðu einstaklingsins strax við fæðingu t.d. í hvaða heimshluta þú fæðist. Við Íslendingar búum t.d. við mun betri lífsskylirði en margir aðrir!

„Human luck“ táknar að ….

það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig þú nýtir þér bæði meðfædda og áunna hæfileika þína og tækifærin sem skjóta upp kollinum allt í kringum þig.

„Earthly luck“
fjallar um mikilvægi þess hvernig við nýtum orkuflæðið í kringum okkur dags daglega til að magna upp jákvæð og hvetjandi áhrif og einnig með hvaða hætti við leggjum áherslu á að halda niðri og jafnvel eyða miður góðum áhrifum.

            fyrir                                       eftir

100% ómengað Feng Shui er ekki til.
Það er aldrei hægt að tala um 100% gott Feng Shui, slíkt er óraunhæft í orkuflæðið sem er stöðugt á hreyfingu. Þú getur hins vegar bætt aðstöðu þína all verulega með því að nýta fræðin þér í hag.

Hvað má fara betur?
Það þarf ekki endilega að vera kostnaðarsamt að nýta sér fræði Feng Shui. Oft er ýmsu skipulagi breytt, húsgögnum etv. raðað aðeins öðruvísi, ákveðnir litir valdir saman og ýmsum smáhlutum bætt við. Oftast er megináherslan í upphafi á anddyrið, stofuna og svefnherbergin.
Einfaldar, ódýrar breytingar geta haft mikil áhrif til hins betra.