Það eru til ótal margar bækur sem fjalla um listfræðin og heimspekina Feng Shui.

Jóna Björg Sætran mælir sérstaklega með efni eftir þær Marie Diamond og Lillian Too´s en þessar tvær konur hafa báðar áratuga reynslu af Feng Shui ráðgjöf og kennslu. Þó svo að þær séu báðar lærðar hjá sama Feng Shui meistaranum, þá leggja þær megináherslu á tvær jafngildar aðferðir til að greina hús í ákveðna fleti sem er svo unnið með út frá Feng Shui. Efnið setja þær báðar fram á greinargóðan hátt þannig að óvanir geta lesið sér ágætlega til ekki síst hafi þeir farið á grunnnámskeið og náð innsýn í ýmsa grundvallarþætti.