Feng Shui í svefnherberginu

 

Leggjum drög að betri FengShui orku fyrir nýtt ár 2024.

Feng Shui í svefnherberginu; 2 klst. námskeið og vinnustofa í beinu streymi á netinu.

Gerum svefnherbergið enn notalegra og huggulegra, Svefnherbergið þitt á að vera algjör sælu- og unaðsreitur.

Feng Shui í svefnherberginu“ gæti verið spennandi námskeið og vinnustofa fyrir þig.

Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom kerfið. Það er einfalt mál að tengjast Zoom kerfinu, við sendum þér netslóðina.

Á námskeiðinu er fjallað um margt sem gott er að huga að varðandi að bæta orkuflæðið í svefnherberginu, bæði varðandi hluti sem er gott að hafa í svefnherberginu og hluti sem eiga alls ekki að vera í svefnherberginu.

– Teiknaðu upp grófa mynd af grunnfleti svefnherbergisins. Málin þurfa ekki að vera alveg nákvæm en gott að hafa hlutföllin rétt. Á námskeiðinu notar þú myndina til að staðsetja ákveðin „góð“ svæði eru eins og t.d. auðlegðarsvæðið, rómantíska hamingjusvæðið þitt o.fl.

– Frumefnin, form þeirra og litir, og notkun þeirra, tengjast námskeiðinu og því er gott að hafa eftirfarandi liti við hendina; rauðan, bleikan,  gráan, hvítan, bláan, beige. brúnan og grænan.

 

 

Athugið. Öll Feng Shui vinna er 100% trúnaðarvinna.

X