Viltu nýta svefntímann betur til hvíldar og ……?

Viltu fá aukna orku í svefnherbergið?

Er eitthvað öðruvísi en þið viljið – en þú veist ekki hvað það er?
Ertu oft með höfuðverk?
Færir þú þig alltaf í svefni á sama stað í rúminu? (Ósýnileg neikvæð orkulína gæti verið ástæðan.)

Svefnherbergið þitt á að vera þér unaðsreitur, þangað átt þú að geta sótt þér jákvæða orku, hvíld, ást og unað. Svefnherbergið á ekki að vera hluti af vinnustofu. Það á heldur ekki að þróast upp í geymslu, þangað sem hlutum er skotið undan þegar gesti ber að garði.

Svefnherbergið þitt er eitt mikilvægasta herbergið í íbúðinni lýsa af hamingju og vellíðan. Þangað á að vera hægt að sækja styrk, „hlaða batteríin“.

Ef þú færð ekki nægan svefn til lengdar ….

þá kemur það niður á heilsu þinni, vellíðan og hamingju þinni. Þín líðan skiptir miklu máli, ekki aðeins fyrir þig heldur líka fyrir fólkið þitt alla þá sem þú umgengst, bæði í einkalífi og starfi.
Ef þér líður vel þá er líklegra að þú eigir auðvelt með að dreifa hamingju og gleði í kringum þig. Ef þú færð ekki nægilega hvíld þá kemur það fljótt fram í einhverskonar stressi, vanlíðan og síðan gæti það orðið að lasleika.

Svefnherbergið á að vera unaðsreitur þar sem þú nýtur hvíldar, þar áttu að eiga þér öruggan reit, nokkurs konar hamingjuhreiður. Til að svo megi verða þarf svefnherbergið ekki endilega að vera búið dýrustu húsgögnunum og dýrustu græjunum. Það er mun mikilvægara að rúmið sé rétt staðsett og að hlutum í svefnherberginu sé ekki ofaukið. Litir skipta miklu máli svo og myndefni og aðrar veggskreytingar og staðsetningar þeirra.

Það er oft hægt að bæta andrúmsloft í hjónaherbergjum til mikilla muna með því að gera lítils háttar breytingar. Margir tala um mun betri líðan eftir smá breytingar byggðar á Feng Shui. Það er líka mjög mikilvægt að vinna með Dowsing í svefnherbergjum.

Nánari upplýsingar og skráning á net- námskeiðið er með netpósti á jona@fengshui.is

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.