Oft er það svo að eftir að einstaklingar fara að vinna með Feng Shui fræðin á heimili sínu þá vilja þeir einnig prófa að nýta fræðin á vinnustaðnum.
Vegna aðstæðna í skólastofum getur verið erfitt um vik að nýta Feng Shui fræðin á sambærilegan hátt og inni á heimili. Kennari sem nýtir sér Feng Shui á heimili sínu og þekkir sínar bestu áttir getur samt hæglega nýtt sér fræðin á ýmsan veg í skólastofunni og alveg án þess að aðrir sem ekki þekkja til taki eftir því.
Ef óróleiki er mikill í nemendum og einbeitingarskortur áberandi, er vert að leggja sig eftir að taka eftir því hvort það sé óháð því hvar nemendur sitja í skólastofunni. Það getur nefnilega hugsast að einbeitingarleysið virðist helst vera á ákveðnum svæðum í skólastofunni. Ef sú er raunin þá getur verið athugandi að nýta Dowsing tæknina til að kanna hvort á því svæði séu „neikvæðar“ orkulínur.
Með notkun Dowsing pinnana er oft leitað að slíkum neikvæðum orkulínum í húsum en þær geta valdið meiri þreytu og óróa. Dowsing tæknina er hægt að nýta í allskonar rýmum, bæði hjá mönnum og dýrum. Oft finnst fólki Dowsing tæknin frekar dularfull – en er samt til í að prófa. Töku sinnum gerist það að aðstæður versni alveg fyrst á eftir en færist svo til betri vegar.