Þegar Feng Shui er orðinn hluti af lífsstílnum fer nánasta umhverfi hússins að fá meira gildi.

                                       

Fátt fangar jafn sterkt jákvæða athygli og léttir líka lund þegar snjóa leysir í húsagörðum en litlar laukspírur sem skjóta upp kollinum og breytast síðan undur skjótt í fagurlega formuð og litrík blóm.

Þegar þú vinnur með Feng Shui fræðin inni í íbúðinni þinni þá skiptir næsta umhverfi íbúðarinnar þig miklu máli. Þú vilt síður umvefja sjálfa íbúðina með óreiðu, sóðaskap eða gömlu og ónýtu drasli.Það getur verið erfitt að ráða við slíkt þegar um fjölbýlishús er að ræða en ef þú býrð í einbýlishúsi eða parhúsi og ert með eiginn garð í kringum húsið þá er þetta auðveldara.

Garðurinn þarf ekki að vera stór til að þar sé gott Feng Shui. Það þarf heldur ekki alltaf að kosta miklu til.

Mörgum finnst áhugavert að nýta blómin í garðinum til að virkja frumefnin. Þá er gott að hafa í huga hvernig frumefnin raðast niður á áttavitaáttirnar.

Í blómabeði sem liggur eftir suðurhlið hússins hentar til dæmis vel að hafa allskona heita liti eldsins; fjólublátt, orange, rautt, gyllt og bleikt. Það er talinn kostur að vera með dálítið bugðótt beð til að nýta betur orkuflæðið.

FYRIR

EFTIR