Sagan segir að eitt af því sem vakti sérstaka athygli Vesturlandabúa á Feng Shui fræðunum var að kínverskir kaupsýslumenn sem fluttu búferlum til Vesturlanda létu Feng Shui ráðgjafa sína um að velja fyrir sig hvar þeim hentaði best að staðsetja fyrirtæki sín og skrifstofur. Staðsetning skrifstofu innan skrifstofubyggingar var þannig vandlega valin, þ.e. í hvaða hluta byggingarinnar og ekki síður hvernig skrifstofan sneri.

Hver var nákvæm áttavitaátt á útidyrum byggingarinnar? Sú mæling sýndi úr hvaða átt orkuflæðið streymdi inn í húsið. Aðalhurð skrifstofunnar skipti líka miklu máli. Enn í dag er unnið eftir þessum fræðum ef vanda á vel til verka. Oft er það þó þannig að fyrirtæki er búið að koma sér fyrir í rekstrarhúsnæði þegar Feng Shui ráðgjafi er kallaður til í þeim tilgangi að bæta orkuflæði innan fyrirtækisins og hjálpa til við að vinna að vaxandi velgengni og auðlegð. 

Staðsetning fyrirtækisins
Samkvæmt Feng Shui fræðum getur það skipt afgerandi máli fyrir farsælan rekstur hvar og hvernig fyrirtækið er staðsett. Er auðvelt að finna aðaldyrnar /  innkeyrsluna að fyrirtækinu?  Hvernig er þar umhorfs? 
Hvernig er orkuflæðið þar? Móttakan, hvernig eru aðstæður þar? Eru neikvæðar, ósýnilegar orkulínur á þessu svæði? Er slík lína beint á aðaldyrnar? Hvaða áhrif eru af veggskreytingunum? Hvernig er streymið inn að og inn á skrifstofu framkvæmdastjórans? 

Aðalskrifstofan
Það hvernig hagar til á skrifstofum og vinnusvæðum lykilpersóna getur skipt miklu máli.

Viðskipta Feng Shui / Business Feng Shui
Þegar unnið er með „viðskipta“ Feng Shui er ekki aðeins unnið á grunni eigenda og lykilstarfsmanna fyrirtækisins heldur er þá líka unnið út frá „fæðingardegi“ fyrirtækisins. KUA númer fyrirtækisins er þá notað til að staðsetja ýmislegt s.s. sýn og markmið fyrirtækisins. 
 
Umhverfis Feng Shui  / Landscape Feng Shui
er unnið í garðinum eða á öðru þvi svæði sem umlykur fyrirtækið.  Ára hússins þarf að fá rými til að flæða og því skiptir nánasta umhverfi miklu máli.  Ef húsnæði fyrirtækisins er ekki rétthyrnt er möguleiki á að mikilvæg 20 ára áhrif „fljúgandi stjarna“ liggi á svæði utan byggingarinnar og þá þarf að virkja þau svæði á réttan hátt. 

Nánasta umhverfi fyrirtækisins skiptir miklu máli. Aðkoma að því og nánasta umgjörð er með því fyrsta sem væntanlegir viðskiptavinir sjá og upplifa. Þetta eru fyrstu kynni viðskiptavinanna af fyrirtækinu – fyrstu kynni taka aðeins um 3 sek. og verða aldrei endurtekin. 

Mikilvæg spurning: Umferðin sem fer næst húsinu – hvort fer hún frá hægri til vinstri – EÐA – frá vinstri til hægri? Þetta er álitið geta haft áberandi áhrif á velgengni fyrirtækisins. Ef umferðin fer í „ranga“ átt næst húsinu þá er hægt að draga úr neikvæðu áhrifunum á svipaðan hátt og með annað.
 
Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

Unnið með Feng Shui í fyrirtækjum