Jóna Björg Sætran

Ég heiti Jóna Björg Sætran og síðastliðin 16 ár hef ég unnið með Feng Shui fræðin að bæta aðstæður í nánasta umhverfi fólks í þeim tilgangi að auka almenna vellíðan.

Það var árið 1972 að ég kynntist Feng Shui fræðunum fyrst í bókum sem ég rakst á í bókaverslunum í Kaupmannahöfn þar sem ég bjó þá og var við nám. Ég varð hugfangin af fræðunum, en átti erfitt með að átta mig á með hvaða hætti ég gæti nýtt mér þau sjálf. Það var svo mörgum árum síðar, árið 2004 að ég fékk tækifæri til að læra um Feng Shui fræðin hjá virtum Feng Shui meistara, Marie Diamond. Á þessum tíma hafði ég stofnað fyrirtækið Námstækni ehf, kennslu og ráðgjafafyrirtæki, og var í tenglsum við þekkt og virt námstæknifyrirtæki í Bandaríkjunum, Learning Strategies Cooperation. Það var einmitt í gegnum það fyrirtæki sem ég kynntist Marie Diamond Feng Shui meistara. Eftir að hafa lært hjá Marie Diamond á námskeiðum hjá LSC sem og á heimilum hennar í Bandaríkjunum og í Belgíu, var ekki aftur snúið og Feng Shui fræðin voru orðin hluti af lífsstíl mínum.

Eftir að ég fór að vinna með Feng Shui fræðin fyrir mig sjálfa spurðist það út og fólk fór að óska eftir ráðgjöf frá mér inni á heimilum sínum. Þeir sem voru með rekstur báðu líka um ráðgjöf á skrifstofunni sinni, aðrir í fyrirtæki sínu. Málin þróuðust þannig að á þessum 16 árum hef ég unnið með ótal fjölskyldum að bættri líðan með fræðum Feng Shui, verið með Feng Shui ráðgjöf og kennslu á fjölmörgum heimilum, á skrifstofum og í fyrirtækjum bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Auk þess hef ég verið með fjölda námskeiða, stór og smá, varðandi fræðin og skrifað greinar og pistla sem hafa verið birtir á samfélagsmiðlum og í öðrum fjölmiðlum. Einnig hef ég unnið ýmis verkefni fyrir fjölmiðla (sjá dæmi hér á vefnum).

Það er von mín að vefurinn fengshui.is verði þér til ánægju. Hér er að finna ýmsan fróðleik um fræðin og einnig hvaða þjónustu við hjá Námstækni ehf. bjóðum varðandi ráðgjöf og kennslu tengda Feng Shui fræðunum.

Ég hvet þig til að kynna þér hvað hér er að finna. Njóttu vel.


Með bestu kveðjum
Jóna Björg Sætran
M.Ed. menntunarfræðingur og PCC markþjálfi
fengshui@fengshui.is
Námstækni ehf. ( www.namstaekni.is)

Nýlegar færslur

X