Hvaða litur segir þú að sé kóngablár? Hvernig bleikur er bleikur?
Litir og litbrigði eru með óendalega fjölbreyttum hætti og einnig er mjög mismunandi hvernig við skynjum þá og túlkum. Í fjörurra manna hóp er hægt að fá fjórar ólikar skilgreiningar á einstaka litum og endalaust flæði af mismunandi túlkunum á því hvað einstaka litir tákna.
Upplifanir tengdar litum geta þannig verið mjög persónulegar og einstaklingsbundnar. Því er einnig eðlilegt að fólk tengi liti á mismunandi hátt við tilfinningar sínar og ýmsar aðstæður.
Það er athyglisvert að skoða hvernig Marie Diamond Feng Shui meistari vinnur með liti til að efla eða draga úr ýmsum áhrifum, bæði tilfinningalega og varðandi ýmsar aðstæður í umhverfinu. Áhugi hennar á því hve ákveðnir litir geta haft sterk áhrif á persónulega líðan og upplifanir hófst þegar hún var unglingur og hún kynntist áhrifum Feng Shui í fyrsta sinn.
Á miklu erfiðleikatímabili í lífi hennar var það aldraður Feng Shui meistari sem ráðlagði henni að snúa rúminu í ákveðna átt (til að nýta eina af 4 góðu áttunum hennar) og mála einn vegginn í herberginu í orange lit.
Fljótlega eftir þetta fóru aðstæður að snúast henni í hag og hún tengdi vellíðan sína og gleði við þessar breytingar. Þar sem hún vildi fræðast meira um mátt litanna fór hún markvisst að hugleiða inn á notkun lita og með tíð og tíma og huglægri vinnu sinni með Feng Shui öldungum þróaðist ákveðin litaflóra 24 lita sem hún nýtir í dag við að efla margvísleg áhrif.
Allir einstaklingar eiga sér ákveðna hamingjuliti og líka styrkjandi liti sem ráðast af því hvenær þeir eru fæddir og hvaða frumelement er þá þeirra ríkjandi frumefni.
Þegar unnið er með áhrif „fljúgandi stjarna“ t.d. á Feng Shui II – framhaldsnámskeiði, er m.a. unnið með alla tuttuogfjóra litina og hvernig við getum nýtt okkur þá.
Hamingjulitir og styrkjandi litir tengjast frumefnunum fimm; jörð, málmi, vatni, við og eldi.