Línurnar sem leitað er eftir í grunnvinnu eru línur sem liggja í gegnum húsnæði og geta valdið þeim sem þar dvelja mikilli þreytu og ýmsum öðrum óþægindum. Línur þessar geta stafað af vatnstreymi undir húsinu, jafnvel á talsverðu dýpi. Einnig geta jarðlög undir húsgrunni haft þessi áhrif, t.d. þegar um er að ræða jarðefni sem liggja saman en passa ekki saman. Jarðskorpuhreyfingar koma hér einnig til greina.

X