Athugið að leiðbeiningar og áskrift varðandi „Fljúgandi stjörnur“ eru aðeins aðgengilegar þeim sem hafa áður verið á námskeiði hjá okkur, hvort heldur sem er staðbundið hópnámskeið eða hópnámskeið á netinu – eða í einkaráðgjöf. Ástæðan er sú að við viljum vera viss um að fræðin nýtist ykkur sem best.
Fyrirbærið „Flying Stars“ / „Fljúgandi stjörnur“ er lýsing á ýmsum breytilegum áhrifum í öllum rýmum, stórum sem smáum, og verða vegna gangs himintungla og annarra áhrifa í algeimnum.
Algengt er að vinna með þrenns konar áhrif
– 20 ára stjörnur; áhrif sem ná yfir 20 ára tímabil
– árs stjörnur; áhrif sem haldast yfir heilt ár
– mánaðarstjörnur; áhrif sem eru breytileg eftir mánuðum.
Fornir Feng Shui meistarar höfðu skilning á þessum breytilegu áhrifum og áhrifavöldum og sú þekking hefur skilað sér áfram til Feng Shui meistara nútímans sem reikna út þessi áhrif og miðla með okkur hinum. Þannig getum við nýtt okkur flókin fræðin með all miklum öryggi án þess að geta sjálf reiknað út áhrifin.
Til að einfalda okkur að vinna með þessi flóknu fræði er talað um „stjörnur“, sumar dreifa frá sér jákvæðni og leggja ákveðinn grunn að aukinni vellíðan á meðan önnur áhrif, aðrar „stjörnur“ bera með sér neikvæðni og jafnvel ósætti.
Þegar vinna með Feng Shui fræðin er orðin hluti af lífsstíl þá finnst manni eðlilegt og raunhæft að nýta sér líka þessi dýpri fræði áhrifanna. Í Feng Shui fræðunum er alltaf hægt að finna jákvæðar lausnir, jákvætt mótvægi. Þess vegna er talað um „hvetjandi og letjandi áhrifavalda“.
Íbúðinni / húsinu er á grunnteikningu skipt í 9 reiti. Þannig er auðvelt fyrir okkur að staðsetja þessi mismunandi áhrif „fljúgandi stjarna“.
Þegar við vitum í ákveðnu rými, t.d. í auðlegðarhorninu í stofunni, séu ríkjandi jákvæð árs- eða mánaðaráhrif, (t.d. auðlegðar „stjarnan“) þá er upplagt að efla jákvæð áhrif hennar. Á sama hátt ef þar í öðrum mánuði eru ríkjandi neikvæð áhrif, þá er um að gera að draga úr þeim með ákveðnum hætti. Þetta má gera á ýmsan hátt, bæði með ákveðnum táknrænum hlutum eða litum. Margir nota t.d. „wind chimes“, upphengi með holum málm- eða trérörum, 4, 5 eða 6 talsins. (Við fjöllum um „wind chimes“ og notkun þeirra á námskeiðum okkar og í einkaráðgjöf.)
Stundum gerist það að áhrifin magnast upp, t.d. ef einkar jákvæð áhrif eru á sama stað í íbúðinni bæði ársáhrif og mánaðaráhrif. Það sama er að segja um neikvæð áhrif, þau geta magnast upp ef sambærilegar neikvæðar árs- og mánaðarstjörnur eru samtímis ríkjandi á ákveðnu svæði.
Ef þú ert að taka þín fyrstu skref í Feng Shui fræðunum þá getur þetta virkað smá ruglingslegt við það eitt að lesa þessa umfjöllun. Ég get samt fullvissað þig um að þegar þú hefur verið á Feng Shui námskeiði eða ráðgjöf hjá okkur þá verður þetta auðskiljanlegra. Það er gott að geta nýtt sér flókin fræði sem hafa gefist mörgum vel, það er óþarfi að skilja allt ef maður upplifir jákvæða virkni. Fæstir sem nýta sér t.d. rafmagn eru sjálfir með fulla þekkingu og skilning á fræðunum sem liggja bak rafmagnsfræðanna.
Þegar þú ert í mánaðaráskrift á „Fljúgandi stjörnum“ þá færðu í hverjum mánuði sendar grunn upplýsingar um hvernig mánaðar stjörnurnar liggja þann mánuð. Það er ágætis leið fyrir þig til að kynnast því aðeins hvernig þetta virkar. Þar sem þú hefur áður fengið einkaráðgjöf hjá okkur eða verið á Feng Shui grunnnámskeiði, þá færðu einnig viðbótar leiðbeiningar varðand helstu aðalatriði hvers mánaðar.
Við ráðleggjum að áður en þú ferð að vinna með „fljúgandi stjörnur“, ársstjörnur og / eða mánaðarstjörnur, þá hafir þú áður farið í gegnum almenna fræðslu um nýtingu Feng Shui heima hjá þér. Þegar þú hefur öðlast skilning á grunnatriðunum, þá er fyrst kominn tími til að vinna með breytileg áhrif svonefndra „fljúgandi stjarna“.
Til að árs- og mánaðarstjörnurnar nýtist þér, þarftu enins og kom fram hér að áður að hafa unnið með Feng Shui fræðin á heimili þínu, annaðhvort á námskeiðum okkar eða með ráðgjöf frá okkur.
Þegar þú skráir þig í ársáskrift þá færðu í hverjum mánuði sendar grunn upplýsingar um hvernig árs-/ mánaðar stjörnurnar liggja þann mánuð, um áhrif þeirra og hvernig best er að bregðast við þeim til að efla eða draga úr áhrifum þeirra.
FengShui.is | Námstækni ehf © Allur réttur áskilinn
Persónuverndarstefna & skilmálar þjónustu