Þegar fólk fer markvisst að nýta sér Feng Shui fræðin til að efla orkuna heima fyrir og / eða í fyrirtækinu, er það stundum vegna forvitni en oftar en ekki er það vegna þess að fólk telur sig finna breytingu til batnaðar, aukna orku, meiri ró og vellíðan í húsnæði sem hefur verið aðlagað að Feng Shui fræðunum. Það er mannlegt að vilja viðhalda því og auka áhrif þess sem okkur líður vel með. Því er það svo að Feng Shui verður auðveldlega að ákveðnum lífsstíl þeirra sem fara að nýta sér fræðin til eflingar jákvæðrar orku og vellíðunar.
Hin ýmsu námskeið sem við hjá Feng Shui.is bjóðum upp á geta gagnast vel við að innleiða ýmsar jákvæðar orkueflandi breytingar. Þeir sem eru að byrja að nýta sér fræðin kjósa gjarnan að fá Feng Shui ráðgjafa til að liðsinna sér við að sjá út hvaða breytingar heima fyrir gætu verið hentugar til að efla orkuflæðið. Síðastliðin 20 ár höfum við þannig veitt fjölda fjölskyldna og fyrirtækja persónulega ráðgjöf, bæði inni á heimilum og í fyrirtækjum.
Þessi þjónusta hefur átt vinsældum að fagna, bæði hjá fólki sem hefur áður setið hjá okkur námskeið í Feng Shui fræðunum og annarra sem hafa aðeins heyrt af fræðunum.
Lengd: 1 klst.
19,800 kr.
Þessi þjónusta hefur átt vinsældum að fagna, bæði hjá fólki sem hefur áður setið hjá okkur námskeið í Feng Shui fræðunum og annarra sem hafa aðeins heyrt af fræðunum.
FengShui.is | Námstækni ehf © Allur réttur áskilinn
Persónuverndarstefna & skilmálar þjónustu