Dowsing – orkulínur

Eru vissir staðir á heimilinu sem þér líður ónotalega á?

Áttu erfitt með svefn af ókunnum ástæðum?

Eru óhöpp oft að gerast á sama stað á heimilinu?

Dowsing er vinnuaðferð sem hefur verið nýtt í aldaraðir í ýmsum tilgangi.

 

Verkfærin sem eru notuð við Dowsing eru í senn einföld og vandmeðfarin. Hér á myndinni má sjá Dowsing pinnana sem ég nota, en þeir eru gerðir að egypskri fyrirmynd eftir pinnum sem voru notaðir þar í landi í aldaraðir m.a. til að finna vatn í eyðimörkinni. Það var árið 2006 sem Marie Diamond Feng Shui meistari kenndi mér fyrst að nota Dowsing pinnana. Síðan hef ég notað þá á all mismunandi stöðum; á heimilum, í fyrirtækjum, í skólastofum, í barnaherbergjum, í hjónaherbergjum, á veitingastöðum, á skemmtistöðum, í fjárhúsi og í hesthúsi, einnig í görðum og úti á víðavangi.

Hvað varðar íbúðarhúsnæði í smíðum þá er ég stundum beðin um að „dowsa“ íbúðarhúsnæði sem er rétt orðið fokhelt.

Ef rýnt er vel í myndina sést etv. að það er hólkur utan um „handfangið“ á dowsingpinnanum. Hólkurinn er vel rúmur og sjálfur dowsingpinninn getur snúist frjálslega og óþvingað inni í hólknum. Sjálf snerti ég því aldrei pinnann, ég stýri honum ekki.

Sá sem dowsar verður að vera mjög heiðarlegur gagnvart þessu verki og má ekki undir neinum kringumstæðum hafa myndað sér fyrirfram skoðun á því hverst konar orkuflæði muni koma fram í dowsing vinnunni.

Dowsing er hægt að nota í margvíslegum tilgangi.

Þegar ég vinn Feng Shui grunnvinnu á heimilum eða í fyrirtækjum finnst mér mikið öryggi í því að vinna þá samhliða ákveðna grunnvinnu í dowsing sem felst þá í því að ég leita eftir að finna svokallaðar neikvæðar orkulínur. Línurnar sem leitað er eftir í grunnvinnu eru línur sem liggja í gegnum húsnæði og geta valdið þeim sem þar dvelja mikilli þreytu og ýmsum öðrum óþægindum. Línur þessar geta stafað af vatnstreymi undir húsinu, jafnvel á talsverðu dýpi. Einnig geta jarðlög undir húsgrunni haft þessi áhrif, t.d. þegar um er að ræða jarðefni sem liggja saman en passa ekki saman. Jarðskorpuhreyfingar koma hér einnig til greina.

Grunnkostnaður Dowsning kostnaður er yfirleitt um kr. 15.000 (þegar dowsing er unnið samhliða annarri Feng Shui vinnu á viðkomandi stað) en þar að auki bætist við efniskostnaður vegna teina sem eru staðsettir á vissa staði til að jafnvægisstilla flæðið á orkulínunum (til að koma í veg fyrir heftandi áhrif á viðkomandi stað).

 

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

X