Feng Shui fyrir heimilið

Viltu uppgötva hvernig hægt er að betrumbæta orkuflæðið í íbúðinni þinni fyrir betri vellíðan?

Hvaða staðir í íbúðinni þinni eru þínir bestu staðir fyrir auðlegð, betri samskipti, heilsu o.fl.?


Hér skoðum við og vinnum með m.a. aðkomu að íbúð – andyrið – svefnherbergið – stofuna – eldhúsið – veggskreytingar – möguleg áhrif aðliggjandi herbergja – orkuflæðið – o.fl.

Farið er yfir alla þá grunnþætti Feng Shui sem tengjast sérstaklega aðstæðum í íbúðinni þinni, m.a. hvaða áhrif hafa uppröðun húsgagna, litir, myndir og ýmsir hlutir á líðan þína heima og hvernig hægt er að breyta því fyrir betra jafnvægi og vellíðan.


Fyrir þessa þjónustu þarft þú að senda eftirfarandi:

› Grunnteikningu íbúðar
› Ljósmyndir af hverju herbergi
› Fæðingardaga, fæðingarár og kyn allra íbúa íbúðarinnar og í hvaða herbergi þeir sofa.
› Í hvaða átt snúa aðaldyr íbúðarinnar

Við merkjum inn svokölluð auðlegðarsvæði íbúðarinnar fyrir árið í ár og einnig hvar þau áhrif eru til viðbótar í þeim mánuði sem þjónustan fer fram.

Innifalið í þessari þjónustu er líka :
› Bestu áttirnar og nýting þeirra
› Feng Shui í svefnherberginu – grunnatriði

Afgreiðslutími á þessari þjónustu er um 14 – 20 dagar (eftir að greiðsla er afgreidd). 

Einnig er hægt að panta viðbótarþjónustu, eins og Dowsing, Feng Shui fyrir garðinn o.fl. í pöntunarforminu hér til hliðar. Varðandi einbýlishús, garð eða annað þarf nánari upplýsingar til aðlaga tilboð útfrá því.

Athugið. Öll Feng Shui vinnan er trúnaðarvinna.

Athugið. Öll Feng Shui vinna er 100% trúnaðarvinna.

X