Feng Shui Master Class net-námskeið 16.+20.+22.feb. 2023 kl. 20:00 – 22:00

Langar þig að skilja betur hvernig Feng Shui getur gagnast þér, strax?

Viltu nýta þér virkar Feng Shui aðferðir á praktískan hátt í lífinu þínu? 

Þegar þú hefur komið sem gestkomandi í heimahús þá hefur þú vafalítið upplifað að það sé eins og einhver munur sé á andrúmsloftinu heima hjá fólki. Okkur finnst mjög notalegt á sumum heimilum en á öðrum stöðum er orkan miður góð. Hvernig ætli það sé hjá þér?

Hér er nauðsynlegt að þátttakendur séu í mynd á námskeiðskvöldunum á Zoom, þannig verður þetta persónulegra og auðveldara fyrir öll samskipti.
Allir þátttakendur hafa aðgengi að lokuðu samskiptasvæði á Facebook þar sem hægt er að leggja fram spurningar – og þátttakendur geta rætt gang mála sín á milli. Þarna er tilvalið að setja inn „fyrir og eftir“ myndir til að fá endurgjöf.

  • Það er mikilvægt að þátttakendur gefi sér tíma til að lesa gögnin sem við sendum áður en fundirnir byrja.
  • Þá er líka nauðsynlegt að hafa til taks þau gögn sem vinna á með, þ.e. grunnteikningu af heimilinu ásamt reglustiku með cm máli og litblýanta (rauðan, bleikan, ljósgráan, dekkri gráan, svartan, bláan, beige/ljósbrúnan, grænan og brúnan).

Auka gjafabréf fyrir virka þátttöku
Þeir sem ná að leysa heimaverkefnin sín og eru sýna virka þátttöku á meðan námskeiðið stendur fá nöfn sín sett í pott og í lokin verða dregin  út 2 gjafabréf upp á 5.000 kr. inneign í aðra Feng Shui þjónustu í boði á fengshui.is eða þjónustu / námskeið hjá Námstækni ehf.
Virk þátttaka telst:
– að staðfesta á lokaða samskiptasvæðinu á Facebook að verkefnum sem eru kynnt í námsgögnunum og á vinnufundunum sé lokið og hvernig það hafi gengið
– að vera í mynd á vinnufundunum  og
– að birta a.m.k. eitt par af “fyrir og eftir” myndum áður en kemur að
eftirfylgninni.

Innifalið í þessu námskeiði :
› Bestu áttirnar (sent í upphafi fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem búa á heimilinu)
› Grunnatriði Feng Shui fræðanna ásamt ýmsu framhaldsefni.
› Hamlandi og hvetjandi áhrif á orkuflæðið á ári kanínunnar. 
› Námskeiðsefni og heimaverkefni.
3 vinnustofur á netinu kl. 20 – 22.
› Eftirfylgni 2 vikum eftir að námskeiðinu lýkur;
umfjöllun, spurningar og svör, atriði sem þátttakendur deildu eða spurðu um á Facebook. Rýnt í “fyrir og eftir” myndir þátttakenda.

Fjárfesting þín er kr.  38.500

Næsta Feng Shui – master class – kvöldnámskeið verður fim. 16. feb.+mán. 20.feb. + mið. 22.feb. kl. 20 – 22 ásamt eftirfylgni á 1 klst. zoom fundi tveimur vikum eftir að námskeiðinu lýkur. 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda, til að tryggja að hver og einn fái góða athygli og þjónustu.
Skráðu þig núna (hér til hægri) til að vera með í næsta hóp.   Skráningu lýkur eigi síðar en fös. 10. febrúar.