Feng Shui Master Class námskeið

 


Nú í janúar byrjar nýtt 20 ára Feng Shui tímaskeið, tímabil 9. Þetta kallar á ýmsar breytingar sem þú ættir að kanna hvort eigi við heima hjá þér. Tímabil 9 gildir allt til 2044.
Ár græna Drekans byrjar svo 4. febrúar 2024. Nánar verður komið inn á þetta á nýja master class námskeiðinu sem 

verður í beinu streymi á netinu í febrúar 2024. 
Þetta verður kynnt nánar í fréttabréfi í byrjun janúar. 

Þegar þú hefur komið sem gestkomandi í heimahús þá hefur þú vafalítið upplifað að það sé eins og einhver munur sé á andrúmsloftinu heima hjá fólki. Okkur finnst mjög notalegt á sumum heimilum en á öðrum stöðum er orkan miður góð. Hvernig ætli það sé hjá þér?

Á Feng Shui master class í febrúar 2024 fjöllum við um;

 • hvað þarf að hafa í huga núna þegar farið er inn í nýtt 24 ára tímabil, tímabil 9?
 • hverju þarf að breyta varðandi grunn Feng Shui?
 • aðkomuna að íbúðinni þinni
 • forstofuna
 • eldhúsið
 • stofuna
 • svefnherbergið
 • snyrtingarnar
 • veggskreytingar
 • hvetjandi og letjandi aðstæður sem hafa áhrif á það hvernig við nýtum jákvæðu orkuna, og drögum úr hinni neikvæðu
 • hvernig við nýtum bestu áttir allra heimilismanna,
 • kjallarageymsluna og eða
 • rjáfrið.
 • Við megum heldur ekki gleyma bílskúrnum – já og því
 • hvernig flæði árunnar er næst húsinu utan dyra.

Allt þetta og miklu meira til – allt til að kenna þér að efla jákvæða orku á heimili þínum og margt af þessu getur þú vafalítið líka nýtt þér á vinnustað  þínum.

Mörgum þykir það algjör snilld að við skulum bjóða þátttakendum að senda inn tvær myndir frá aðstæðum á heimilinu í þeim tilgangi að fá okkur til að skoða myndirnar og segja hvernig mætti bæta aðstæður á viðkomandi svæði.

Innifalið í þessu námskeiði:
› Námskeiðsefni og heimaverkefni tengd upptalningunni hér að ofan
› Bestu áttirnar þínar og þeirra sem búa á heimilinu
› Umsögn / greining á aðstæðum tengdum myndunum tveimur sem þú mátt senda okkur.

› Kennsla og vinnustofurnar þrjár á netinu
› eftirfylgnin 1 viku síðar;
 umfjöllun, spurningar og svör, atriði sem þátttakendur deildu eða spurðu um á Facebook. Rýnt í „fyrir og eftir“ myndir þátttakenda.

This form is currently undergoing maintenance. Please try again later.