Feng Shui námskeið hefst 22.feb.2021 – netnámskeið

Viltu bæta vellíðan og ró heima hjá þér?

Langar þig að stuðla að þægilegra andrúmslofti á heimilinu?

Langar þig að skilja betur hvernig Feng Shui getur gagnast þér, strax?

Viltu nýta þér virkar Feng Shui aðferðir á praktískan hátt í lífinu þínu? 

Þegar þú hefur komið sem gestkomandi í heimahús þá hefur þú vafalítið upplifað að það sé eins og einhver munur sé á andrúmsloftinu heima hjá fólki. Okkur finnst mjög notalegt á sumum heimilum en á öðrum stöðum er orkan miður góð.

Hvernig ætli það sé hjá þér?

Viltu læra að stjórna þessu?

Hér er um að ræða 3ja vikna framkvæmdaáskorun þar sem þú nýtir þér Feng Shui fræðin til að auka vellíðan þína og annarra á heimili þínu. Þátttökuskilyrðið er að þú takir virkan þátt (því annars hefur þú ekki fullt gagn af framkvæmdaáskoruninni).

Ef þú ákveður að samþykkja að taka virkan þátt, þá felur það í sér eftirfarandi:

  • Í upphafi hverrar viku, á mánudagsmorgni, færðu senda grein með ákveðnum fróðleik ásamt  lista yfir æskileg atriði sem þú þarft að framkvæma þá vikuna. Gert er ráð fyrir að þú framkvæmir ákveðna grunnþætti (sem þurfa ekki að kalla á auka fjárútlát) – og síðan eru önnur atriði valfrjáls.
  • Allir þátttakendur hafa aðgengi að lokuðu samskiptasvæði á Facebook þar sem hægt er að leggja fram spurningar – og þátttakendur geta rætt gang mála sín á milli. Þarna er tilvalið að setja inn „fyrir og eftir“ myndir til að fá endurgjöf.
  • Á fimmtudegi kl. 20:00 – 21:00 hittumst við á netinu þar sem við förum yfir hvernig hefur gengið og hvernig þú getir farið dýpra í atriði vikunnar áður en næsti verkefnalisti kemur næsta mánudagsmorgun. Hér er nauðsynlegt að þátttakendur eru í mynd, þannig verður þetta persónulegra og auðveldara fyrir öll samskipti. Það er einfalt mál að hittast á netinu, þú færð senda krækju á slóð á zoom fundarkerfið sem þú tengir þig við fyrir fundinn. Þar verður farið yfir ýmis gögn sem auðveldara er að útskýra í mynd, t.d. hvernig hægt er að nýta form og eiginleika frumefnanna á viðeigandi stöðum. Annað sem er auðveldast að útskýra í tali og mynd er hvernig þú deilir niður svæðum einstakra rýma til að finna betur hvar t.d. árangurssvæðið þitt er í svefnherberginu (þú vilt ekki hafa neitt drasl þar eða brotna hluti).  Þetta verða spennandi nettímar sem þú vilt ekki missa af.

Tilgangurinn er að við lok þessara þriggja vikna hafir þú lokið ákveðnum atriðum sem eiga að geta lagt góðan grunn að þægilegra andrúmslofti á heimilinu og að ekki síðar en við lok annarrar viku þá finnir þú aukna vellíðan og ró heima hjá þér. Þú hefur þá bæði náð að skilja grunn Feng Shui fræðanna betur og hvernig við getum unnið áfram með fræðin.

Það sem þú munt fá strax úr þessu námskeiði:
› Aukin meðvitund um hvernig orkan úr umhverfinu getur haft áhrif á þig.
› Hvernig þú getur gjörbreytt líðan þinni með smá breytingu á uppröðun, litavali o.fl. í hverju herbergi.
› Betri skilningur á áhrifum áttanna og fæðingartíma hvers og eins í fjölskyldunni.
› Aukin hæfni í að stjórna vellíðunaráhrifum heima hjá þér og þínum nánustu.

Auka gjafabréf fyrir virka þátttöku
Þeir sem ná að leysa heimaverkefnin sín og eru sýna virka þátttöku á meðan námskeiðinu stendur fá nöfn sín sett í pott sem dregin verða úr 3 gjafabréf upp á 5.000 kr til að nota sem inneign í aðra FengShui þjónustu í boði á fengshui.is eða hjá Námstækni ehf.
Virk þátttaka telst að:
– staðfesta á lokaða samskiptasvæðinu á Facebook að heimaverkefnum vikunnar hafi verið lokið og hvernig það hafi gengið
– vera í mynd á spjallfundunum á fimmtudagskvöldum og
– birta a.m.k. eitt par af “fyrir og eftir” myndum í hverri viku.

Innifalið í þessu námskeiði :
› Bestu áttirnar (sent í upphafi) (fyrir alla fjölskyldumeðlimi)
› Grunnatriði Feng Shui fræðanna
› Grunnatriði Feng Shui í svefnherbergi

› 3 hóptímar á netinu kl. 20 – 21:00 fyrir umfjöllun, spurningar og svör

Verð á námskeiðinu 24.800

Næsta námskeið hefst 22. janúar 2021
Takmarkaður fjöldi til að tryggja að hver og einn fái góða athygli.
Skráðu þig núna (hér til hægri) til að vera með í næsta hóp.