Ókeypis fræðslufundir á Zoom

 Það er ansi magnað að samkvæmt Feng Shui fræðunum þá hefur nánasta umhverfi þitt allt að 33% áhrif á það hvernig þér líður almennt. 

Í janúar 2021  buðum við upp á ókeypis fræðslufund á Zoom þar sem við fjölluðum um hvernig hægt er að nýta Feng Shui fræðin til að magna upp markmiðin sín. Þetta var vinsælt og vel nýtt af mörgum.

Í vetur tökum við af og til fyrir eitthvað eitt ákveðið atriði sem við fjöllum svo um á ókeypis netfundi.

Í byrjun október bjóðum við upp á innsýn í hvernig ég hef unnið með Feng Shui í nokkrum barnaherbergjum að ósk foreldra. Við köllum þessa kynningu vinnustofu því þér gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir um atriði sem þig langar að fá útskýringu á varðandi Feng Shui í herbergjum ungra barna. Vinnustofan fer fram á Zoom. 

Þeir sem eru skráðir á póstlistann okkar fá reglulega fréttir af því sem er í gangi og fá þá líka ýmsa fróðleiksmola sem hafa fallið í góðan jarðveg á undanförnum árum.

Ég minni á að ef þig vantar upplýsingar um bestu áttirnar þínar þá getur þú t.d. nýtt þér að kaupa þær hjá okkur á FengShui.is sjá  https://fengshui.is/thjonusta/bestu-attirnar-thinar-og-nyting-theirra/

Ef þú vilt tryggja þér að vita af ókeypis fræðslufundunum á Zoom þá sendir þú mér póst á jona@fengshui.is  eða pantar HÉR TIL HÆGRI.

Sjáumst á Zoom,

Jóna Björg Sætran