Ókeypis fræðslufundir á Zoom

 Það er ansi magnað að samkvæmt Feng Shui fræðunum þá hefur nánasta umhverfi þitt allt að 33% áhrif á það hvernig þér líður almennt. 

Í janúar buðum við upp á ókeypis fræðslufund á Zoom þar sem við fjölluðum um hvernig hægt er að nýta Feng Shui fræðin til að magna upp markmiðin sín. Þetta var vinsælt og vel nýtt af mörgum.

Á næstu vikum tökum við af og til fyrir eitthvað eitt ákveðið atriði sem við fjöllum svo um á ókeypis netfundi.

Við birtum hér hvaða atriði verður fjallað um og hvenær. Fylgstu því vel með. Næsti fræðslufundur verður þriðjudagskvöldið 13. apríl kl. 20 – 21 og þá fjöllum við um liti, val á litum t.d. hvernig við getum nýtt liti í garðinum til að efla frumefnin. 
 –  Ég fæ stundum spurningu um hvers vegna blóm og runnar þrífist ekki á afmörkuðum stöðum í blóma og trjábeðum.  Við komum líka inn á það á fræðslufundinum 13. apríl. Ef þig langar til að vera með okkur þá og fá senda slóð á Zoom fundinn þá manstu að senda pöntunarformið hér til hægri

Ég minni á að ef þig vantar upplýsingar um bestu áttirnar þínar þá getur þú t.d. nýtt þér að kaupa þær hjá okkur á FengShui.is sjá  https://fengshui.is/thjonusta/bestu-attirnar-thinar-og-nyting-theirra/

Ef þú vilt tryggja þér að vita af ókeypis fræðslufundunum á Zoom þá sendir þú mér póst á jona@fengshui.is  eða pantar HÉR TIL HÆGRI.

Sjáumst á Zoom.

Jóna Björg Sætran