Fjarráðgjöf

Við bjóðum upp á Feng Shui fjarráðgjöf / fjarkennslu varðandi heimili og fyrirtæki þegar aðstæður eru þannig að ekki er hægt að koma við hefðbundinni ráðgjöf / kennslu.

Hvernig virkar fjarráðgjöf?
Í slíkum tikvikum fáum við sendar myndir af húsnæðinu ásamt grunnteikningu og ýmsum upplýsingum sem við óskum eftir – eftir því sem við á.

Þegar fjarvinnslunni á gögnum er lokið þá eru gögnin send til baka sem Word skjöl þar sem margvíslegar skýringar eru varðandi myndirnar sem voru sendar.

Síðan er netfundur á samskiptasvæði á netinu þar sem gögnin eru á skjánum og báðir aðilar fara yfir þau í sameiningu. Þá er best að húsráðendur séu búnir að fara vel yfir gögnin áður og jafnvel búnir að senda okkur spurningar varðandi það sem þeir vilja nánari skýringar á.

Það er einfalt mál að taka virkan taka þátt í netfundi á samskiptasvæði á netinu. Þegar fundartími hefur verið ákveðinn pöntum við netfundartíma, fáum ákveðna slóð sem leiðir inn á hann og sendum slóðina í netpósti til þeirra sem ætla að vera með okkur á netfundinum. Þegar farið er yfir ráðgjöf / kennslu þá eru það aðeins þeir sem hafa keypt viðkomandi ráðgjöf / kennslu sem eru með okkur á netfundinum.

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

Bóka fjarráðgjöf

Þú pantar fjarráðgjöf með því að velja eina af þjónustum sem við bjóðum upp á, t.d. á forsíðu vefsins, en merkir svo við „Óska eftir fjarráðgjöf“ í pöntunarforminu.