Fljúgandi stjörnur

Viltu fá dýpri skilning á hvernig orkuáhrifin breytast yfir árið?

Feng Shui meistarar hafa í gegnum aldirnar reiknað út hvernig orkuflæðið getur verið breytilegt á ýmsum stöðum á ákveðnum tímaskeiðum og hvaða áhrif það getur haft á líðan fólks. Þegar við gerum okkur grein fyrir hvaða „áhrif“ eru ríkjandi hvar og hvenær í íbúðinni, þá getum við gert ýmislegt til að magna upp jákvæðu áhrifin eða til að milda neikvæð áhrif. Þetta breytilega orkuflæði er oft nefnt „Flying Stars“ / „Fljúgandi stjörnur“.

Hjá Námstækni ehf. vinnum við með 20 ára stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.
* 20 ára tímabilið sem stendur yfir núna hófst árið 2004 og nær fram til 4. febrúar 2024.
* 1. febrúar 2022 hófst nýtt árstímabil skv. Feng Shui, ár vatna uxanstígursins og varir til 21. janúar 2023.
* Nýr mánuður hefst alltaf nærri byrjun hvers dagatals mánaðar.

Þegar unnið er með „Áhrif fljúgandi stjarna“ út frá legu húsnæðis og grunnteikningu má finna út hin mismunandi áhrif skv. fræðunum og skipuleggja hvernig best má hámarka jákvæðu áhrifin og milda þau neikvæðu.

Fyrir kemur að öll áhrifin eru samstæð, þ.e. sambærileg áhrif á ákveðnu svæði í gegnum öll þrjú tímabilin, þ.e. að 20 ára stjarna – ársstjarna – mánaðarstjarna séu sambærilegar en hitt er mun algengara að þær séu mismunandi.

Er ekki spennandi að geta eflt t.d. áhrif auðlegðarstjörnunnar og samskiptastjörnunnar?

Þegar þú skráir þig í áskrift þá færðu í hverjum mánuði sendar grunn upplýsingar um hvernig mánaðar stjörnurnar liggja þann mánuð. Það er ágætis leið fyrir þig til að kynnast því aðeins hvernig þetta virkar.

Til að nýta þér þær upplýsingar til fulls er nauðsynlegt að vita „bestu áttirnar“ sínar.

Athugið. Öll Feng Shui vinna er 100% trúnaðarvinna.

X