Feng Shui á skrifstofunni

Lýsing:

  fyrirskrifstofuna

Bættu orkuflæðið á skrifstofunni 
Nauðsynlegur undanfari þessa námskeiðs er námskeiðið Feng Shui I grunnnámskeið

Undirbúningur fyrir námskeiðið:
Útvegaðu tvö afrit af grunnteikningu af skrifstofunni eða rissaðu upp grunnflötinn. 
Rissaðu upp staðsetningu húsgagna á aðra teikninguna og merktu á sömu teikningu hvaða starfsmenn sitja hvar og skráðu þar einnig fæðingardag hvers og eins.
Taktu bæði afritin með þér á námskeiðið.

Ef þú deilir skrifstofurými með öðrum, skrifaðu þá niður fæðingardaga þeirra helstu sem vinna í sama rými.
Sendu nöfn ykkar og fæðingardaga á fengshui@fengshui.is viku áður en námskeiðið hefst.
Ef þú ert eigandi fyrirtækisins, sendu þá einnig kennitölu fyrirtækisins ásamt 2-3 setningum um hvers konar fyrirtæki er um að ræða.

Mældu úr hvaða átt orkuflæðið kemur inn í bygginguna. Ef dyrnar á skrifstofunni vísa í aðra átt þarftu að mæla eins þar. Þú stendur innan við dyragættina, horfir út og mælir með áttavita. Skrifaðu gráðumælinguna niður.

Taktu með útprentaðar myndir frá skrifstofunni, af anddyrinu inn í bygginguna og einnig af anddyrinu inn á skrifstofuna

Hvort er bílaumferðin næst húsinu frá hægri til vinstri eða frá vinstri til hægri?

Hvort rennur rigningarvatnið næst húsinu frá hægri til vinstri eða frá vinstri til hægri?

ATH! Sendu afrit af grunnteikningunni, upplýsingarnar um fæðingardaga, (etv kt fyrirtækisins), orkuflæðisátt, bílaumferð og vatnsrennslið á fengshui@fengshui.is viku áður en námskeiðið hefst.

Á námskeiðinu er unnið með skrifstofurýmið og allra nánasta umhverfi á hliðstæðan hátt og verið væri að vinna með heimili en auk þess er tekið til ýmissa atriða sem eiga sérstaklega við rekstur.

Aðalleiðbeinandi er Jóna Björg Sætran M.Ed., menntunarfræðingur, kennari, markþjálfi og Feng Shui ráðgjafi.

Sjá hér dæmi um Feng Shui unnið á skrifstofu

Verð kr. 44.800.  (Þar af er staðfestingargjald kr. 10.000 sem greiðist í kjölfar skráningar.)
Lengd námskeiðs er 4 klst. ásamt 1 klst. eftirfylgni á netinu viku síðar.

EInkanámskeið staðbundið eða á netinu (sama efni og hér að framan) kr. 74.800.

Skráning er með netpósti á fengshui@fengshui.is