Feng Shui í svefnherberginu – netnámskeið

Leggjum drög að betri FengShui orku fyrir nýtt ár sem nálgast bráðum.

Feng Shui í svefnherberginu; 4 klst. netnámskeið og vinnustofa þri. 28. og mið. 29. nóv. 2023 kl. 18 – 20.
Þátttakendur geta sent inn 2 myndir í tengslum við umfjöllunarefnið.

Fjárfesting þín er kr. 25.600. 
Innifalið er kennslan, námsgögn og vinna við 2 myndir af aðstæðum í eða við svefnherbergið.

Hámarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið eru 8 þátttakendur (til að allir fái góða athygli og þjónustu).
Skráning er hafin og lýkur 18. nóv. eða fyrr ef námskeiðið verður orðið full bókað.


Gerum svefnherbergið enn notalegra og huggulegra, Svefnherbergið þitt á að vera algjör sælu- og unaðsreitur.

Feng Shui í svefnherberginu“ gæti verið spennandi námskeið og vinnustofa fyrir þig.

Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom kerfið. Það er einfalt mál að tengjast Zoom kerfinu, við sendum þér netslóðina.

Á námskeiðinu er fjallað um margt sem gott er að huga að varðandi að bæta orkuflæðið í svefnherberginu, bæði varðandi hluti sem er gott að hafa í svefnherberginu og hluti sem eiga alls ekki að vera í svefnherberginu.

  • Teiknaðu upp grófa mynd af grunnfleti svefnherbergisins. Málin þurfa ekki að vera alveg nákvæm en gott að hafa hlutföllin rétt. Á námskeiðinu notar þú myndina til að staðsetja ákveðin „góð“ svæði eru eins og t.d. auðlegðarsvæðið, rómantíska hamingjusvæðið þitt o.fl.
  • Frumefnin, form þeirra og litir, og notkun þeirra, tengjast námskeiðinu og því er gott að hafa eftirfarandi liti við hendina; rauðan, bleikan,  gráan, hvítan, bláan, beige. brúnan og grænan.
  • ATH! Þér er velkomið að senda mér tvær myndir frá svefnherberginu þínu ásamt spurningum ef þú ert að velta einhverju sérstöku fyrir þér varðandi myndefnið. Sendu myndirnar tvær á jona@fengshui.is þegar þú skráir þig á námskeiðið.
  • Eftir að þú gengur frá greiðslunni fyrir námskeiðið færðu sendan póst ásamt hluta af námskeiðsgögnunum, þ.e. vinnublaði, gátlista og Feng Shui myndefni. Þegar námskeiðið hefst opnast aðgengi fyrir þig inn í lokaðan  hóp á Facebook þar sem auðvelt er að skiptast á skoðunum og upplýsingum.