Feng Shui í svefnherberginu október 2021 (Námskeið á netinu)

Lærðu að nýta þér Feng Shui fræðin fyrir betri orku í svefnherberginu þínu.

Svefnherbergið þitt á að vera þér unaðsreitur, það ætti að lýsa af hamingju og vellíðan.

Á netnámskeiðinu förum við í gegnum þá þætti sem skipta mestu máli í Feng Shui fræðunum til að gera svefnherbergið þitt sem best fyrir þig. Þú færð send gögn og yfirlit yfir verkefni sem er hentugt að vinna eftir þegar þú vilt taka svefnherbergið þitt í gegn til að bæta orkustigið út frá Feng Shui.

Hafðu blað og ritföng til taks ef þú vilt spyrja um eitthvað sérstakt í lok tímans . Næsta dag færðu sent afrit af námsefninu og öðrum gögnum sem unnið var með um kvöldið á netnámskeiðinu.

Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði á Facebook, þar sem hægt er að leggja fram spurningar og eins að setja inn myndir af aðstæðum sem óskað er eftir endurgjöf á og er tengt efnisumfjölluninni á námskeiðinu.

Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er gott að vera með teikningu af svefnherberginu og vera búinn að merkja áttirnar inná teikninguna. Í hvaða átt snýr t.d. hvirfill þinn þegar þú sefur?

Auka gjafabréf fyrir virka þátttöku
Þeir sem ná að leysa heimaverkefnin sín og eru sýna virka þátttöku á meðan að á námskeiðið stendur, fá nöfn sín sett í pott sem dregin verða út 2 gjafabréf upp á 5.000 kr. inneign í aðra Feng Shui þjónustu í boði á fengshui.is eða þjónustu / námskeið hjá Námstækni ehf.
Virk þátttaka telst:
– að staðfesta á lokaða samskiptasvæðinu á Facebook að verkefnum á verkefnayfirlitinu sé lokið og hvernig það hafi gengið
– að vera í mynd á netnámskeiðinu  og
– að birta a.m.k. eitt par af “fyrir og eftir” myndum

Innifalið í þessu námskeiði:
› Bestu áttirnar fyrir þig og maka þinn.
› Grunnatriði Feng Shui í svefnherbergi.
› Þú getur lagt fram spurningar á lokaða Facebook hópnum eða lagt þær fram á námskeiðinu. Þeim verður annaðhvort svarað þar eða í næsta tíma. (Þú hefur aðgang að lokaða svæðinu fram yfir sjálft netnámskeiðið.)
› Þú getur sent okkur 2  myndir af aðstæðum í svefnherberginu þínu til að fá svör því sem þú ert að velta fyrir þér út frá Feng Shui fræðunum.