Feng Shui í svefnherberginu 26. og 28. sept. + 11. okt. ´22 (30 mín. valfrjáls einkaráðgjöf möguleg)

Feng Shui fræðin hafa alltaf verið áberandi þáttur hjá okkur í Námstækni ehf enda er algengt að Feng Shui fræðin þróist í að verða hluti af lífsstíl þeirra sem kynnast fræðunum vel og nýta sér fræðin til að efla betri orku í nánasta umhverfi sínu.  Því viljum við nú bjóða upp á sérstaka útgáfu af námskeiði sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur í gegnum árin og ber heitið Feng Shui í svefnherberginu. Við getum sagt að þetta sé nokkurskonar spariútgáfa af þessu vinsæla námskeiði sem verður nú boðið sem 3ja kvölda netnámskeið 26., og 28. september og 11. október 2022 kl. 20 – 22:00.  30 mín. valfrjáls einkaráðgjöf (kr. 7.750) á Zoom í tengslum við myndefni.

Væri ekki tilvalið að nýta tímann til að taka svefnherbergið í gegn fyrir haustið og veturinn þegar þú verður komin á kaf í vinnunni – gera það enn notalegra og huggulegra, viðra, taka til í fataskápunum og náttborðunum, burt með myndefni og ýmsa hluti sem hafa safnast fyrir í svefnherberginu og eiga alls ekki að vera þar. Það er hægt að nýta sér ýmislegt í fræðum Feng Shui til að bæta orkuflæðið jafnt í svefnherberginu sem annars staðar. Þér gefst líka kostur á að vinna með myndir að heiman á netnámskeiðinu.

Ef þú vilt taka svefnherbergið þitt í gegn fyrir veturinn – þá getur verið að

Feng Shui í svefnherberginu“ verið alveg tilvalið námskeið fyrir þig.

Mán. 26. og mið. 28. sept. og þri. 11. október kl. 20:00 – 22:00 á Zoom.
Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom kerfið. Það er einfalt mál að tengjast Zoom kerfinu, við sendum þér netslóð sem þú tengist fáeinum mínútum fyrir kl. 20 því við byrjum stundvíslega kl. 20:00.

Á kennslukvöldunum tek ég fyrir þá þætti sem skipta mestu máli í Feng Shui fræðunum til að gera svefnherbergið þitt sem best fyrir þig almennt og kem svo líka inná atriði sem henta sérstaklega þátttakendum á námskeiðinu. Þú færð send gögn og yfirlit yfir verkefni sem er hentugt að vinna eftir á milli kennslukvöldanna.

3ja kvölda netnámskeið 

 • Þar sem námskeiðið dreifist á 3 kvöld, gefur það þér smá tíma og rými til að skoða vel hvernig þú vilt nýta þér ráðleggingarnar sem við förum í á námskeiðinu á milli kvöldstundanna. Þó svo að þú náir ekki að gera allt sem þú ætlar þér, þá bara það að skipuleggja hvað þú vilt gera og byrja svo á því er frábært. Það þarf líka að gefa sér tíma til að skoða vel hvernig þú vilt breyta. Hlutir eiga lika það oft til að taka lengri tíma, t.d. bara það eitt að taka til og losa sig við hluti sem gagnast þér ekki lengur getur tekið nokkra daga eða jafnvel einhverjar vikur. Þess vegna bjóðum við líka þeim sem þess óska upp á valfrjálsa eftirfylgni nokkkrum vikum eftir sjálft námskeiðið.
 • Ég legg áherslu á að allir þátttakendur séu í mynd á zoom fundunum þannig að allir sjái alla, því það gerir námskeiðið bæði persónulegra og skemmtilegra.
 • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði á Facebook, þar sem hægt er að leggja fram spurningar og eins geta þátttakendur sett þar inn „fyrir og eftir myndir“ af ýmsum breytingum sem þeir gera á þessum tíma í svefnherberginu (og tengist því sem fjallað er um á námskeiðinu) og þá langar til að deila með hinum þátttakendunum.

„Fyrir og eftir myndir“
Ég hvet þig til að taka myndir af svefnherberginu þínu áður en þú byrjar að vinna í því út frá Feng Shui, og taka svo aftur myndir frá sömu sjónarhornum eftir að þú hefur gert breytingar. Svona „fyrir og eftir“ myndir hafa reynst mörgum vel til að spá svo áfram í hugsanlegar breytingar síðar.

Opið er fyrir skráningu 1. til 19. september 2022.
Það verður opnað fyrir skráningu 1. september og skráning stendur yfir í 2,5 vikur og henni lokað 19. september. Minnst viku fyrir námskeiðið, þ.e. ekki síðar en  19. september eiga væntanlegir þátttakendur að senda okkur ákveðnar upplýsingar, t.d. um

 • nafn sitt, fæðingardag sinn og fæðingarár og einnig varðandi maka sinn ef það á við,
 • hvar svefnherbergið er staðsett í húsinu, hvaða herbergi liggja að því
 • í hvaða átt höfðagaflinn á rúminu snýr
 • hvaða litir eru ríkjandi á t.d. rúmteppi, púðum (ef það á við) og veggjum
 • hvað blasir við ef þú horfir út um gluggann á svefnherberginu
 • hvernig þér líður í svefnherberginu
 • hvaða myndefni er á veggjunum sín hvoru megin við dyragættina inn í svefnherbergið.
 • Sendu okkur þá líka eina mynd af svefnherberginu þínu. Myndina birtum við EKKI á netinu en hún gefur mér, Jónu Björgu, innsýn í umhverfið sem þú ert að vinna með.

Feng Shui í svefnherberginu er kr. 38. 500;

 • Námskeiðskennslan á Zoom 3 kennslukvöld kl. 20 – 22:00.
 • Námskeiðsgögn og annað sem unnið er með á námskeiðskvöldunum.
 • Upplýsingar sem miðast beint við þig og maka þinn (ef það á við), bestu áttirnar og hamingjulitir o.fl.)
 • Aðgangur að lokuðum hóp á Facebook þar sem leggja má fram spurningar og deila efni með öðrum í hópnum, t.d. fyrir/eftir myndir.
 • Valfrjáls 30 mín. einkaráðgjöf (kr. 7.750) á Zoom varðandi Feng Shui, vinna sem tengist vinnslu með mynd frá námskeiðsvinnunni.