Feng Shui í svefnherberginu þínu!
EINKA-NÁMSKEIÐ
Viltu nýta svefntímann betur til hvíldar?
Viltu njóta betri ásta og unaðar?
Viltu fá aukna orku í svefnherbergið?
Er eitthvað öðruvísi en þið viljið – en vitið ekki hvað?
Ertu oft með höfuðverk?
Færir þú þig alltaf í svefni á sama stað í rúminu?
Þegar þér líður vel þá er líklegra að þú eigir auðvelt með að dreifa hamingju og gleði í kringum þig.
Ef þú færð ekki nægilega hvíld, þá kemur það fljótt fram í einhverskonar stressi, vanlíðan og síðan gæti það orðið að lasleika.
Svefnherbergið þitt á að vera þér unaðsreitur, þangað átt þú að geta sótt þér jákvæða orku, hvíld, ást og unað.

- Svefnherbergið á ekki að vera hluti af vinnustofu. Það á heldur ekki að þróast upp í geymslu, þangað sem hlutum er skotið undan þegar gesti ber að garði.
- Svefnherbergið þitt er eitt mikilvægasta herbergið í íbúðinni, það ætti að lýsa af hamingju og vellíðan. Þangað á að vera hægt að sækja styrk, “hlaða batteríin”.
Þú sendir okkur: fæðingardag, fæðingarár og kyn …. varðandi þig (og maka þinn ef það á við). Sendu okkur 4 myndir af aðstæðum í svefnherberginu og sendu okkur líka eina mynd sem sýnir svæðið sitt hvoru megin við dyragættina inn i svefnherbergið.
Einnig ber að huga að hvaða rými liggja að svefnherberginu?
Innifalið í þessari þjónustu er líka: Bestu áttirnar þínar og nýting þeirra
Athugið. Öll Feng Shui vinna er 100% trúnaðarvinna.