Feng Shui eru forn austurlensk fræði sem fjalla um orkuflæðið sem er allt í kringum okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til góðs.

Hvar verður  auðlegðarhornið þitt á tímabili 9?

 

 

Nýtt 20 ára tímabil
Tímabil 9, 2024 – 2044

Ýmsar áherslubreytingar geta reynst mikilvægar í þessu sambandi.

 


 

Jóna Björg Sætran er traustur leiðsögumaður í Feng Shui fræðunum. Við höfum nýtt okkur þjónustu hennar bæði á heimili okkar og í Ropeyoga Setrinu. Jóna hefur mjög næmt auga og er fljót að sjá lausnir til þess að auka flæði, orku og vellíðan. Guðni Gunnarsson og Guðlaug Pétursdóttir

Ropeyoga Setrið

Við höfum nýtt okkur þjónustu Jónu Bjargar og hennar fólks bæði heima hjá okkur og í fyrirtækjum okkar og erum hæstánægð með persónulega en jafnframt fagmannlega þjónustu þeirra. Eyþór Guðjónsson

framkvæmdastjóri

Skráðu þig á póstlistann

Með því að skrá þig á póstlista fengshui.is munt þú fá að vita af nýju efni, greinum, fræðslu og sérstök tilboð hjá okkur.
„KUA“ númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.

KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi og fæðingarári.

Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?

Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui.
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur. Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni.
Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er jörð
Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur
Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður