Fasteignakaup/-sala

Ert þú í fasteignahugleiðingum? Kaupa EÐA selja?

Viltu auðvelda þér að finna réttu fasteignina?

Viltu gera fasteignina söluhæfari og auka verðmætið?

Fólk sem fer að vinna eftir Feng Shui á heimili sínu og trúir að það sé til bóta fyrir vellíðan sína og velgengni skoðar nýjar fasteignir iðulega með breyttu hugarfari. Grunnteikningar fara að skipta meira máli en áður, áttavitinn er tekinn fram og skoðað í hvaða átt aðalhurð húsnæðisins snýr – og niðurstaðan borin saman við eigin „bestu áttir“ húsráðenda.  Afstaða og lega herbergja, rafmagnsinntak, gólfrými og hvað sé hinu megin við vegginn eru allt atriði sem skipta fólk nú meira máli en áður. Feng Shui og Dowsing notað við val á fasteign Stundum er ég beðin um að aðstoða fólk við að velja sér fasteign. Dæmi eru um að þegar um er að ræða tvær fasteignir sem koma báðar álíka mikið til greina – þá hef ég verið beðin um að skoða hvor fasteignin væri hentugri og farsælli til lengri tíma litið ekki síst sé miðað við fólkið sem hyggst flytja inn í íbúðina. Sú vinna felst í því að vinna með grunnteikningar af báðum fasteignunum, skoða innstreymi orkuflæðis, athuga áttavitaáttir á legu húsnæðið og bera saman við „bestu áttir“ þeirra sem þar ætla að búa.    Þá er líka vænlegt að bera aðstæður í nýju fasteignunum saman við dreifingu Feng Shui „stjarna“ á viðkomandi „tímabili“. Hvernig raðast 20 ára auðlegðarstjörnurnar á rýmin í þessum tveimur fasteignum? Lenda þær í anddyri, stofunni og í hjónaherberginu eða verða þær allsráðandi í eldhúsinu, þvottaherberginu, á snyrtingunni eða úti í garðinum? Allt þetta getur skipt þig miklu máli. Ef aðstæður leyfa að farið sé inn í húsnæðið þá eru dowsing pinnarnir teknir með til að hægt sé að mæla orkustigið í íbúðinni. Það er einnig hægt að verða nokkru vísari með það ef dowsing pinnarnir eru notaðir í garðinum. Dowsing pinna vinnan getur einnig skilað upplýsingum um hvort og þá hvar liggi neikvæðar ósýnilegar orkulínur, áhrif sem geta dregið úr orku heimilisfólks, þreytt það óeðlilega mikið og verið því til trafala á ýmsan hátt. Ertu að reyna að selja? Gengur ekkert að selja? Hvað er til ráða? Ef til vill þarf smávægilegar breytingar v. Feng Shui til að koma ferlinu í gang. Ertu að fara að byggja? Ertu að fara að velja þér lóð? – Hvernig væri hagstæðast fyrir þig og maka þinn að húsið snúi? – Hvar í botnlanganum er best að húsið sé staðsett? – Hvernig er best að húsið sé í laginu? – Hvernig ætti að skipuleggja garðinn? Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.
This form is currently undergoing maintenance. Please try again later.