Fasteignakaup/-sala

Ert þú í fasteignahugleiðingum? Kaupa EÐA selja?

Ætlar þú að kaupa þér nýja íbúð og vilt að hún henti þér og fjölskyldu þinni sem allra best samkvæmt fræðum Feng Shui? Er hægt að nýta Feng Shui fræðin þannig? Svar mitt er "Já". 

Fólk sem fer að vinna eftir Feng Shui á heimili sínu og trúir að það sé til bóta fyrir vellíðan sína og velgengni skoðar nýjar fasteignir iðulega með breyttu hugarfari. Grunnteikningar fara að skipta meira máli en áður, áttavitinn er tekinn fram og skoðað í hvaða átt aðalhurð húsnæðisins snýr - og niðurstaðan borin saman við eigin "bestu áttir" húsráðenda.  Afstaða og lega herbergja, rafmagnsinntak, gólfrými og hvað sé hinu megin við vegginn eru allt atriði sem skipta fólk nú meira máli en áður.

Feng Shui og Dowsing notað við val á fasteign
Stundum er ég beðin um að aðstoða fólk við að velja sér fasteign.
Dæmi eru um að þegar um er að ræða tvær fasteignir sem koma báðar álíka mikið til greina - þá hef ég verið beðin um að skoða hvor fasteignin væri hentugri og farsælli til lengri tíma litið ekki síst sé miðað við fólkið sem hyggst flytja inn í íbúðina.. Sú vinna felst í því að vinna með grunnteikningar af báðum fasteignunum, skoða innstreymi orkuflæðis, athuga áttavitaáttir á legu húsnæðið og bera saman við "bestu áttir" þeirra sem þar ætla að búa.    Þá er líka vænlegt að bera aðstæður í nýju fasteignunum saman dreifingu Feng Shui stjarna á viðkomandi "tímabili".
Hvernig raðast 20 ára auðlegðarstjörnurnar á rýmin í þessum tveimur fasteignum? Lenda þær í anddyri, stofunni og í hjónaherberginu eða verða þær allsráðandi í eldhúsinu, þvottaherberginu, á snyrtingunni eða úti í garðinum? Allt þetta getur skipt þig miklu máli. 

Ef aðstæður leyfa að farið sé inn í húsnæðið þá eru dowsing pinnarnir teknir með til að hægt sé að mæla orkustigið í íbúðinni. Það er einnig hægt að verða nokkru vísari með það ef dowsing pinnarnir eru notaðir í garðinum. Dowsing pinna vinnan getur einnig skilað upplýsingum um hvort og þá hvar liggi neikvæðar ósýnilegar orkulínur, línur sem geta dregið úr orku heimilisfólks, þreytt það óeðlilega mikið og veri því til trafala á ýmsan hátt.


Ertu að reyna að selja?
Gengur ekkert að selja? Hvað er til ráða? Ef til vill þarf smávægilegar breytingar v. Feng Shui til að koma ferlinu í gang.

Ertu að fara að byggja?
Ertu að fara að velja þér lóð?
- Hvernig væri hagstæðast fyrir þig og maka þinn að húsið snúi?
- Hvar í botnlanganum er best að húsið sé staðsett?
- Hvernig er best að húsið sé í laginu? 
- Hvernig ætti að skipuleggja garðinn? 
 

Öll Feng Shui ráðgjöf / einkakennsla og Dowsing vinnsla varðandi ákveðnar íbúðir og / eða fyrirtæki er 100% trúnaðarvinna.

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður