Námskeið: Feng Shui í svefnherberginu

Langar þig að skilja betur hvernig Feng Shui getur gagnast þér og maka þínum?

Viltu nýta þér virkar Feng Shui aðferðir á praktískan hátt í lífinu þínu? 

 • Lærðu að nýta þér Feng Shui fræðin fyrir betri orku í svefnherberginu þínu.
 • Svefnherbergið þitt á að vera þér unaðsreitur, það ætti að lýsa af hamingju og vellíðan.
 • Á netnámskeiðinu mánudagskvöldið 12. apríl kl. 20 – 22 förum við í gegnum þá þætti sem skipta mestu máli í Feng Shui fræðunum til að gera svefnherbergið þitt sem best fyrir þig.
 • Hvernig á rúmið þitt helst að snúa?
 • Hvaða liti ættir þú að velja á rúmteppi, púða, gólfmottur eða gardínur?
 • Hvaða hlutir eru óæskilegir í svefnherberginu þínu?
 • Hvers konar myndefni er talið æskilegt í svefnherberginu?
 • Hvað er hinu megin við vegginn? Skiptir það einhverju máli?
 • Hvað sérðu þegar þú lítur út um gluggann á svefnherberginu?
 • Hvernig ljós eru æskileg?
 • Hafðu blað og ritföng til taks ef þú vilt minna þig á að spyrja um eitthvað sérstakt í lok tímans (kl. 21:30 – 22:00).
 • Síðar um kvöldið færðu sent afrit af gögnum sem unnið var með á netnámskeiðinu.
 • Fjárfesting þín er kr. 24.800.  (Eftirfylgni, + kr. 5.000.- er  valfrjáls.)
 • Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er gott að vera með teikningu af svefnherberginu og skrifa í hvaða átt það liggur.
 • Það er líka mjög æskilegt að vita KUA númerið sitt, en það segir til um hvaða áttavitaáttir eru þær betri en aðrar. Ef þú ert ekki með þær upplýsingar nú þegar getur þú pantað þær frá okkur á Fengshui.is, sjá FengShui.is > Þjónusta.
 • Fyrir þá sem þess óska er boðið upp á eftirfylgni mán. 19. apríl kl. 18:00 -19:00, kr. 5000 -. (Þá getur þú sent inn 4 myndir af aðstæðum í svefnherberginu til að fá umsögn skv. Feng Shui fræðunum.

Allir þátttakendur hafa aðgengi að lokuðu samskiptasvæði á Facebook þar sem hægt er að leggja fram spurningar – og þátttakendur geta rætt gang mála sín á milli. Þarna er tilvalið að setja inn „fyrir og eftir“ myndir til að fá endurgjöf.

Auka gjafabréf fyrir virka þátttöku
Þeir sem ná að leysa heimaverkefnin sín og eru sýna virka þátttöku á meðan námskeiðið stendur fá nöfn sín sett í pott sem dregin verða út 3 gjafabréf upp á 5.000 kr. inneign í aðra Feng Shui þjónustu í boði á fengshui.is eða þjónustu / námskeið hjá Námstækni ehf.
Virk þátttaka telst:
– að staðfesta á lokaða samskiptasvæðinu á Facebook að verkefnum sem eru kynnt í námsgögnunum og á vinnufundinum sé lokið áður en kemur að dagsetningunni fyrir eftirfylgnina 19. apríl og hvernig það hafi gengið
– að vera í mynd á vinnufundinum / námskeiðinu  og
– að birta a.m.k. eitt par af “fyrir og eftir” myndum áður en kemur að
eftirfylgninni.

Innifalið í þessu námskeiði:
› Bestu áttirnar fyrir þig og maka þinn.
› Grunnatriði Feng Shui í svefnherbergi.
› Þú getur sent inn spurningar fyrir námskeiðið eða lagt þær fram á námskeiðinu.
› Þú getur sent okkur 2 – 3 myndir af aðstæðum í svefnherberginu þínu (sendu þær ekki síðar en 10. apríl) til að fá svör því sem þú ert að velta fyrir þér út frá Feng Shui fræðunum

› Svör og viðbrögð við spurningum / og myndum  sem þátttakendur birta á lokaða svæðinu.
Fjárfesting þín kr. 24.800. 

Valfrjáls eftirfylgni, kr. 5000, 19. apríl kl. 18 – 19.