Feng Shui í barnaherberginu

227413-n babyAllt í umhverfi barnsins getur haft áhrif á líðan þess m.a. getur það 
- haft áhrif á nætursvefninn
- haft róandi áhrif á börn sem eru almennt óróleg
- hjálpað stálpuðu barninu með félagsleg tengsl og vinskap
- til að örva barnið
- til að hjálpað því til að einbeita sér við leik og síðar við nám.

Samkvæmt Feng Shui fræðunum eiga allir sér 4 hagstæðar áttavitaáttir og til að nýta nætursvefninn sem best ætti að snúa hvirflinum í eina af þessum áttum í svefni. Hvernig snýr rúm barnsins?

  • Hvar er barnarúmið staðsett í svefnherberginu?
  • Hvað er hinu megin við vegginn sem barnarúmið liggur uppað?
  • Er barnarúmið inni í herbergi foreldranna? Er barnið með sitt eigið "rými"?
  • Er ungbarnið í rimlarúmi?
  • Sefur stálpaða barnið í járn-rimlarúmi?
  • Er stálpaða barnið órólegt á nóttunni og vill alltaf koma uppí til mömmu og pabba? 

Í hvaða dýratákni er barnið þitt fætt?
Ljúfar myndir af dýravinum geta verið falleg veggskreyting í barnaherberginu.

125473-n pigs 2 297841-n poppies 3 

Stundum er það svo að fólk sefur ekki rótt sökum umhverfisáhrifa. Þetta á ekkert síður við um börn en fullorðna.

Hvernig er húsgögnunum raða upp hjá barninu þínu?
Í eldri íbúðum er mjög algengt að barnaherbergi séu mjög lítil. Hér áður var talið nóg að hægt væri að koma þar fyrir rúmi, litlu borði og stól. Það er ekki fyrr en á síðari árum að almennt var farið að gera ráð fyrir rúmgóðum barnaherbergjum.

Hvernig getur þú komið hlutunum þannig fyrir að orkuflæðið nýtist sem best þar sem það kemur inn í barnaherbergið?  

KUAnr"KUA" númerið þitt segir til um hvaða 4 áttavitaáttir eru þér sérlega hagstæðar, t.d. S N AU og SAU.
KUA númerið byggist á kyni, fæðingardegi  og fæðingarári. 
Þú getur virkjað þessar áttir á ýmsan veg. Á námskeiðinu Feng Shui I vinnur þú út frá eigin KUA númeri svo og annarra fjölskyldumeðlima. Hver er besta árangursáttin þín? Hvernig nýtir þú þér það í dag?  

 

beta.alpha.350
 Athuganir sýna að tíðni heilabylgja getur farið úr Beta í Alpha (meiri slökun og betri einbeiting) við það eitt að fara úr herbergi þar sem orkuflæðið er ekki gott og inn í herbergi þar sem hefur verið unnið með Feng Shui. 

FlyingStars stefna 
Áhrif orkuflæðisins í íbúðinni geta verið ólík eftir því hvar er í íbúðinni og þau geta líka verið breytileg eftir tímabilum. Í Feng Shui er talað um 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.  Áhrifin eru nefnd ýmsum nöfnum eins og til dæmis auðlegðarstjarna, samskipta- og samvinnustjarna, veikindastjarna og ósættisstjarna. Flestir eru spenntir að fá að vita hvar auðlegðarstjarnan er í íbúðinni. 

5frumefnin

Frumefnin eru fimm:
Frumefnið í suðri er eldur
Frumefnið í suðvestri, miðjunni og norðaustri er 
jörð

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur

Frumefnið í norðri er vatn
Frumefnið í austri og suðaustri er viður