Umsagnir viðskiptavina

Ropeyoga Setrið
Garðabær 29. janúar 2017

Jóna Björg Sætran er traustur leiðsögumaður í Feng Shui fræðunum. Við höfum nýtt okkur þjónustu hennar bæði á heimili okkar og í Ropeyoga Setrinu. Jóna hefur mjög næmt auga og er fljót að sjá lausnir til þess að auka flæði, orku og vellíðan.

Feng Shui ráðgjöf Jónu er mjög fræðandi og opnar nýja vídd á það hvernig maður hugsar um og setur upp heimili sitt og vinnustað. Jóna vinnur þetta mjög skipulega og skilar af sér hagnýtum leiðbeiningum sem þú getur nýtt þér til að viðhalda þeirri þekkingu sem hún hefur miðlað.
Með vinsemd og virðingu,
Guðlaug Pétursdóttir og Guðni Gunnarsson

Skemmtileg og árangursríkt.
Sæl Jóna Björg,

Kærar þakkir fyrir heimsóknina, ráðgjöfina og skýrsluna og ég get bara ekki sagt annað en að þitt innlegg gerði þetta verkefni svo skemmtilegt og árangursríkt að það kom mér á óvart. Fyrst stóð ég með skýrsluna í höndunum og klóraði mér í höfðinu, vissi ekki hvar ég ætti að byrja, en svo kom þetta eitt af öðru án þess að ég þyrfti að hafa meiri áhyggju af því. Ég er alls ekki búin með allt sem ég ætla að gera, en alveg rosalega ánægð með það sem er komið.

Svona til að leyfa þér að njóta með mér, þá byrjaði ég á skápnum á ganginum og þegar strákurinn minn kom heim og sá 2 svarta ruslapoka á gólfinu, tók hann svartan poka og fór að sortera fötin sín án þess að ég hefði orð á því en mér til mikillar gleði. Síðan var ég búin með fataskápinn hjá honum og í miðherberginu þegar ég sá auglýsingu um útsölu í húsgagnabúð og fór þangað síðasta daginn í sumarfríinu og fékk þennan líka fína svefnsófa (var búin að fara í eina búð áður). En nú er ég að byrja í mínu svefnherbergi og langaði til þess að biðja þig um að senda mér mynd af kínverska hamingjutákninu. Ég fann líka Feng Shui bók sem ég á og í henni eru 2 samskonar myndir í svefnherbergi til að auka … og mig langaði að spyrja þig hvort það væri betra að hafa 2 myndir af kínverska hamingjutákninu eða eina af tvöföldu hamingjutákni? Svo varstu að tala um ákveðna tegund af blómum sem ég gæti haft í svefnherberginu en ég man ekki hvað þú sagðir að það héti, getur þú sent mér nafnið af því og hvernig er best að útfæra það.

Þú nefndir að hamingjufrumefnið mitt væri viður og talan 3 fylgdi því en hver er talan sem fylgir eldinum (fyrir yngri strákinn)?

Svo er ég ekki alveg að skilja þetta með Kua nr. – hvernig nýtist það?

Bestu þakkir,
Inga

Tókum veitingastaðinn í gegn.
Anna: Fyrir nokkru ákváðum við að taka veitingastaðinn okkar í gegn og þá kom upp sú hugmynd að fá Jónu til að koma og fara með okkur í gegnum staðinn með Feng Shui og Dowsing. Það er mikil bílaumferð við veitingastaðinn og það var ýmislegt gert til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Við komum svo dowsingpinnunum fyrir á bak við gólflistana þannig að það tekur enginn eftir þeim. Við breyttum talsvert miklu í uppröðun og skipulögðum anddyrið upp á nýtt. Við erum mjög ánægð með þessar breytingar.

Hann tók mottuna!
„Í upphafi hafði maðurinn minn enga trú á því að Feng Shui gæti haft jákvæð áhrif á líðan okkar en eftir að við höfðum farið með Jónu Björgu í gegnum húsið og kíkt líka út í garðinn þá var það hann sem dreif strax í að breyta hlutunum. Dæmi: holótta mottan við dyrnar, rifna áklæðið á skrifborðsstólnum hans, húsnúmerið okkar var við bakinnganginn en ekki við aðalinnganginn, rúmið okkar sneri í ranga átt og …. hann dreif svo í að kaupa skóskáp fyrir alla skóna í forstofunni. Núna ætlar hann að fá Jónu til að koma í fyrirtækið.“

Svefnherbergið í forgang.
„Ég varð undrandi á því hve heimilið tók miklum jákvæðum breytingum á stuttum tíma. Við fengum Jónu til að fara með okkur í gegnum alla íbúðina og það var ýmislegt sem betur mátti fara, atriði sem við vorum alveg hætt að taka eftir sjálf. Það var flott að fá öll gögnin frá henni í lokin á pappír, myndirnar ásamt leiðbeiningunum. Svefnherbergið var svo sett í forgang og þar var heldur betur hreinsað til, myndir af börnunum settar fram og nýir litir valdir á rúmteppi og púða. Þvílíkur munur! Já, það var margt sem kom okkur á óvart og var hægt að breyta með litilli fyrirhöfn.“

Skemmtigarðurinn Smáralind
Eyþór Guðjónsson
framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Smáralind :
skemmtigardurinn

Við höfum nýtt okkur þjónustu Jónu Bjargar og hennar fólks bæði heima hjá okkur og í fyrirtækjum okkar og erum hæstánægð með persónulega en jafnframt fagmannlega þjónustu þeirra.