Margir tala um að þeir finni mikinn mun á orku og líðan eftir að unnið hefur verið með Feng Shui á heimilinu eða í fyrirtækinu. Getur ein af skýringunum verið að nýju aðstæðurnar ýti undir breytta tíðni heilabylgja?

Árið 2004 kynntist ég (Jóna Björg Sætran) þeim Pete Bisonette og Paul Sheele hjá Learning Strategies Corporation í USA. Það var einmitt í gegnum samskipti mín við þetta fyrirtæki að ég ári síðar kynntist Feng Shui meistaranum Marie Diamond og hóf námsferil minn hjá henni í Feng Shui, sótti til hennar fræðslu, leiðsögn og þjálfun í Bandaríkjunum, Belgíu og á Englandi og fór svo síðar að vinna sjálf með Feng Shui hér á landi. Í upphafi voru það vinir og kunningjar sem vissu að ég var að nýta mér fræðin fyrir mig og fjölskyldu mína, þeir vildu líka fá að njóta fræðanna. Á þessum árum hef ég kennt mörgum að nýta sér Feng Shui fræðin, bæði einstaklingum inni á heimilum og eigendum fyrirtækja sem vilja nýta sér viðskipta Feng Shui. Einstaklingar sem hafa verið í fasteignaviðskiptahugleiðingum, eru að selja eða hyggjast kaupa fasteign/ir hafa líka nýtt sér kennsluna.

Learning Strategies Corporation (LSC) er virt kennslu- og ráðgjafafyrirtæki sem leggur áherslu á að bjóða upp á námskeið og kennsluefni sem miða að því að auka vitund fólks um eigin styrkleika til að vinna markvisst og meðvitað að því að auka vellíðan sína og velgengni.

Paul Sheele, sem er stofnandi LSC, hefur um áratuga skeið unnið mikið með virkni heilans, hvernig við getum með aukinni þekkingu og á meðvitaðan hátt, nýtt sífellt stærri svið heilans til að auka almenna virkni og næmi. Mér þótti því afar athyglisvert þegar ég heyrði þá Pete og Paul tala um hvernig tíðni heilabylgja breytist við það eitt að ganga inn í herbergi þar sem hefði verið unnið með Feng Shui.

Þegar Marie Diamond Feng Shui meistari hafði tjáð sig um þetta við þá félaga hafði Pete dregið þessar upplýsingar mjög í efa. Það breytti engu þó kunningjar þeirra Paul tjáðu þeim að þeir finndu fyrir jákvæðum breytingum og betri líðan eftir að Marie Diamond hafði unnið með Feng Shui á heimilum þeirra. Gat þetta virkilega staðist? Þegar Marie stóð fast á sínu ákvað Paul, sem er mjög vísindalega sinnaður, að grípa til tækninnar og kanna málið! Hann notaði fjartengt heilamyndunartæki til að skrá tíðni heilabylgja konu sem sat um stund inni í herbergi. Konan sem var fengin til að taka þátt í tilrauninni fékk ekki að vita hvað væri verið að skoða, hún fékk ekki að vita neitt um Feng Shui.

Hér má sjá mynd sem Paul lét svo taka með EEG heilamyndunartækninni þar sem konan sat inni í herbergi þar sem segja má að hafi verið miður gott / slæmt Feng Shui.

Taktu sérstaklega eftir gula svæðinu sem er nær fremst næst textalínunum, þessar gulu strýtur merkja heilabylgjur með Beta tíðni.

Kannast þú við Beta og Alpha heilatíðni?
Einfaldasta útskýringin er að almennt við dagleg störf eru heilabylgjur þínar það hraðar að þær flokkast undir Beta tíðni. Þegar þú hinsvegar slakar vel á þá breytist tíðni heilabylgjanna ósjálfrátt úr Beta tíðni í Alpha tíðni. Alpha tíðnin er því eftirsóknarver þegar þú vilt vera slaka vel á, líka þegar þú þarft að einbeita þér og t.d. þegar þú vilt eiga auðveldara með að tileinka þér ýmislegt. Þetta á t.d. við þegar þú ert að læra, þá er betra að heilabylgjurnar séu í Alpha tíðni en Beta tíðni.

Til að kanna hvort einhverjar breytingar yrðu á tíðnistigi heilabylgja konunnar sem tengja mætti Feng Shui var konan síðan látin fara inn í annað herbergi hliðstætt því fyrra nema hvað að í síðara herberginu var Marie búin að vinna með Feng Shui.

Getur þú greint muninn?

Gulu svæðunum hérna framarlega á myndinni hefur fækkað all verulega og þau orðin rauðlituð sem táknar að tíðni heilabylgjanna á þessu svæði er komin í Alpha tíðni. Eini munurinn á herbergjunum var að í síðara herberginu var búið að gera ýmsar breytingar út frá fræðum Feng Shui.

Margir tala um að þeir finni fyrir jákvæðum breytingum eftir að unnið hefur verið með Feng Shui á heimilinu eða í fyrirtækinu. Þetta er etv. skýringin.

Sjá nánar um tilraunina hér

Hvernig líst þér á þetta?