Feng Shui fræðin geta verið mjög mikilvæg til að nýta betur og auka jákvætt orkuflæði fyrirtækja.

Er hægt að bæta afkomu fyrirtækisins með því að snúa skrifborðum? Ja, það er aldrei hægt að fullyrða neitt slíkt fyrirfram en það sakar ekki að reyna.

Hér er tekið dæmi af skrifstofu hjá gróskumiklu fyrirtæki.
Skrifstofa aðal eigandans var beint á móti ganghurð sem leiddi inn á skrifstofusvæðið og skrifborð hans var staðsett með það í huga að hann gæti alltaf séð ef einhver kæmi inn á skrifstofusvæðið. Ritarinn var í löngu fríi og þessi skrifstofa var sú eina á svæðinu sem vísaði að innkomudyrunum. Vissulega hafði þetta ákveðið öryggi í för með sér, eigandinn vissi af öllum mannaferðum og gat vísað gestum á réttan þjónustuaðila á svæðinu.

Aðrir þættir gerðu þetta fyrirkomulag all óhagstætt.

  1. Gangurinn sem leiddi inn að skrifstofusvæðið var langur og frekar þröngur og þegar opnaðist inn á svæðið féll þangað því óþarflega mikið og hart orkuflæði sem hélt áfram beint á eigandann þar sem hann sat við skriborðið sitt rétt fyrir innan dyrnar hjá sér og sneri á móti ganginum. Þetta gat haft neikvæð áhrif á einbeitingu hans og einnig haft þreytandi áhrif.
  1. Þegar komið var inn eftir ganginum langa og inn á svæðið leit gjarnan útfyrir að eigandinn væri almennur starfsmaður sem tæki á móti erindum og svaraði í síma frekar en að um forystumann fyrirtækisins væri að ræða. Þetta var því ekki merki um velgengni né auðlegð.
  2. Í ljós kom að skrifborðið sneri þannig að eigandinn sneri í eina af sínum „óæskilegri áttum“ við vinnu sína og einnig þegar hann ræddi við viðskiptavini sem komu til hans á skrifstofuna. Þessu var mikilvægt að breyta.

Fyrir breytingu:

NN snéri í eina af sínum „verstu áttum“ í viðræðum við viðskiptavini.
Stafli af ófullunnum gögnum dróg úr frjálsu orkuflæði yfirborðið. Getur sent röng skilaboð til þess sem vill kaupa þjónustu. Hefur þú tíma til að sinna mér?

Eftir breytingu:
Skrifborðinu var snúið í aðra átt til að NN nýti nú allar 4 bestu áttirnarsínar, bæði tilvinnu við tölvuna,í sím tölum og í viðræðum við viðskiptavini.

Búið að ganga frá áðurófullunnum gögnum. Uppröðun smá hluta í samræmi við það sem hentar best þeim sem þarna vinnur. Mun meira rými virðist vera á skrifstofunni.

Nokkru eftir að breytingum var lokið sagðist NN finna mikinn mun til batnaðar. Sama sagði samstarfsfólk.

Spurningar til þín sem ert að velja þér nýja skrifstofu.

Hvar ætti að staðsetja aðalskrifstofuna?

Er hugsanlegt að það skipti máli í hvað rými í t.d. verslunar og skrifstofukjarna fyrirtækið er staðsett?

Er eins og „ekkert gangi í húsnæðinu“?
Hvað með starfsandann innan fyrirtækisins?
Hvað með ýmis verkefni og svo sjálfa afkomuna?
Hvernig mætti bæta starfsandann á auðveldan hátt?
Gæti það ekki verið þess virði að skoða málið?

Sjá nánar Feng Shui á skrifstofunni