Frumefnin

Frumefnin fimm eru; eldur, jörð, málmur, vatn og viður.

Frumefnið í suðri er eldur.

Frumefnið í suðvestri, í miðjunni og í norðaustri er jörð.

Frumefnið í vestri og norðvestri er málmur.

Frumefnið í norðri er vatn,

Frumefnið í austri og suðaustri er viður.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig frumefnin styrkja hvert annað – eða draga kraftinn úr hvert öðru.

Áhrif sem magnast upp:
Til að skoða styrkjandi frumefni ferðu réttsælis hring á milli þeirra.
Eldur hefur t.d. styrkjandi áhrif á jörðina, jörðin styrkir málminn, málmurinn eflir vatnið, vatnið eykur vöxtinn í trjánum og þegar við er kastað á eldinn eykst bálið.

Sé farinn rangsælis hringur er verið að draga kraftinn úr

  • eldurinn brennir skóginn
  • viðurinn dregur næringuna úr jörðinni
  • jörðin dregur í sig vatnið
  • málmurinn ryðgar í vatninu
  • málmurinn eyðir jörðinni
  • þú getur kæft eldinn með moldinni/jörðinni

Það er hægt að virkja krafta frumelementanna með ýmsu móti, t.d. með ákveðnum litum, formi og líka með ákveðnu myndefni. Þetta er eitt af því sem unnið er með á Feng Shui I grunnnámskeiði.

X