Ef þú vilt nýta þér fræði Feng Shui fyrir alvöru, þá skaltu nota bæði Rýmis Feng Shui og Tíma Feng Shui. Með Tíma Feng Shui er átt við breytileg tímabundin áhrif, svonefndar „Fljúgandi stjörnur“ / „Flying Stars“ en það eru margvísleg áhrif í híbýlum eftir staðsetningu rýmis og háð ákveðnum tímabilum.

  • áhrif 20 ára fljúgandi stjarna ná yfir 20 ára tímabil, t.d. 4.feb. 2004 til 3. feb. 2024
  • áhrif árs stjarna ná yfir eitt Feng Shui ár, t.d. 10. feb. 2013- 30. jan. 2014
  • áhrif mánaðar stjarna ná yfir einn Feng Shui mánuð, t.d. 7. júlí – 8. ágúst 2013

Áhrifin eru misgóð og hægt er að greina hvar hvert þeirra er sterkast. Hægt er að auka góð áhrif, t.d. auðlegðarsvæði og góð samskiptasvæði, og draga úr áhrifum hinna sem eru miður æskileg eins og t.d. af völdum hörmungastjörnunnar. Alltaf eru ráð í Feng Shui.

Hjá Námstækni ehf. vinnum við með 20 ára stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur.

Þegar unnið er með „Áhrif fljúgandi stjarna“ út frá legu húsnæðis og grunnteikningu má finna út hin mismunandi áhrif skv. fræðunum og skipuleggja hvernig best má hámarka jákvæðu áhrifin og milda þau neikvæðu.
„Stjörnurnar“ bera ákveðin heiti, t.d. auðlegðarstjarna, ósættistjarna, hörmungastjarnaog framastjarna.
Fyrir kemur að öll áhrifin eru samstæð, sömu áhrif á öllum svæðum í íbúðinni þó hitt sé mun algengara að þau séu mismunandi.
Tökum anddyrið hjá þér sem dæmi. Ef þú veist að þar sem þreföld auðlegðar og framastjarna í þessum mánuði þá viltu ekki hafa skó flæðandi út um allt í óreiðu, spegil beint á móti útihurðinni og stafla af gömlum dagblöðum sem hafa villst af leið sinni í endurvinnsluna. Slíkt væri ekki til að magna upp jákvæð áhrif orkuflæðisins og þú gætir því verið að fara á mis við ýmislegt sem þú vildir gjarnan geta notið.
Það góða við Feng Shui er að þegar þú veist hvaða áhrif liggja hvar, þá færðu líka upplýsingar um hvað þú getur gert til að efla jákvæðu áhrifin og hvað hentar til að milda þau neikvæðu.
Þrátt fyrir að heiti sumra stjarnanna hljómi skelfilega eins og t.d. hörmungastjarna eða veikindastjarnaþá er þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum þeirra þegar þú veist hvað ber að forðast og hvernig þú getur mildað neikvæðu áhrifin.
Er ekki líka spennandi að geta virkjað áhrif auðlegðarstjörnunnar og samskiptastjörnunnar?