Nýtum orkuflæðið, leggjum okkur eftir að beina því þangað sem við viljum.

Í öllu rými er svipaðar áherslur varðandi að reyna að hafa „stjórn“ á streymi orkunnar. 
Frjálst orkuflæði inn á rýmið er alltaf mikilvægt en of mikill hraði þess í gegnum rýmið er ekki æskilegur. 
Það er hægt að nýta kristalla, liti, spegla, myndagler, skrautmuni og fleira til að drífa orkuflæðið áfram og inn í þau svæði sem við viljum auka orkuna í. Á sambærilegan hátt má draga meðvitað úr hraða orkuflæðisins með húsgögnum, plöntum, ljósum, lýsingu og litum.

Einnig má vinna með frumefnin, form þeirra og liti, til að jafna orkuna, auka orkuflæðið eða draga úr því. 
Kemst orkuflæðið greiða leið áfram heima hjá þér?
Stundum vilja óþarfa hlutir safnast saman, hrúgur af skóm í forstofunni, jafnvel tómar umbúðir, staflar af dagblöðum á leið í endurvinnslu, gamlir ónýtir hlutir, biluð tæki, jafnvel algjört drasl. Þegar svona hlutir eru lagðir til hliðar í fljótheitum í erli dagsins getur verið að þeir lendi á óheppilegum stöðum þar sem þeir hefta straum orkuflæðisins.
Ýmis önnur atriði á heimilinu geta orðið til að draga úr frjálsu orkuflæði, húsgögn, einstaka hlutir og fleira.

Kynnstu fræðunum um Rýmis Feng Shui (Space Feng Shui) og Tíma Feng Shui (Time Feng Shui) (Fljúgandi stjörnur; 20 ára fljúgandi stjörnur, ársstjörnur og mánaðarstjörnur).

– Finndu KUA númerið þitt, það sýnir þér hvaða fjórar áttavitaáttir eru þér hagstæðar. 
– Skoðaðu grunnteikningu af íbúðinni þinni eða teiknaðu hana upp og skoðaðu hvernig rúm og stólar snúa við „bestu áttunum“.
– Hvernig kemur orkuflæðið inn í íbúðina þína? Er leiðin greið?
– Viltu meiri og jafnari orku í kringum þig og þína?
– Hvernig getur þú stýrt orkuflæðinu þá leið sem þú vilt inn í íbúðina og um íbúðina? 
– Hvers konar hlutir og aðstæður geta haft hamlandi áhrif á ferð orkuflæðisins? 
– Viltu meiri orku í svefnherbergið?